Sléttuhlíð og Snókalönd
Aðalskipulagsbreyting
- Aðalskipulagsbreyting vegna breytingar á skilmálum í frístundabyggðinni Sléttuhlíð
- Afmörkun á nýju afþreyingar- og ferðamannasvæði við Snókalönd
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 sem fellst í að afmarkað verður nýtt afþreyingar- og ferðamannasvæði merkt AF5 á þegar röskuðu landi við Bláfjallaveg. Einnig vegna breyttra skilmála fyrir frístundabyggð F1 – Sléttuhlíð og Klifsholt.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingartillögu fyrir Snókalönd felst að skilgreint er nýtt afþreyingar og ferðamannasvæði AF5 við Snókalönd sem eru staðsett við Bláfjallaveg í upplandi Hafnarfjarðar, vegna áforma um frekari uppbyggingu í tengslum við norðurljósa- og stjörnuskoðun.
Í breytingartillögu fyrir Sléttuhlíð felst að heimilt verði að leyfa gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð, skv. H-lið. 4. gr. reglugerðar 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Um er að ræða útleigu á frístundahúsum.
Breytingartillögurnar ásamt greinargerðum verða til sýnis að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri að Strandgötu 6 frá 12.10 – 23.11 2021 og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7.
Opið hús verður þriðjudaginn 13.10 nk. frá 9-16.30 að Norðurhellu 2, 221 Hafnarfirði þar sem hægt verður að kynna sér tillögurnar nánar og fá svör við spurningum sem tengjast þessari skipulagsgerð.
Einnig er hægt að skoða tillögurnar hér:
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 23.11 nk. Skila skal athugasemdum á netfangið: skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega á:
Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður