Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu við Suðurgötu 40-44

Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi

  • 16.3.2018 - 27.4.2018

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar  þann 30.8.2017 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttri landnotkun í aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Jafnframt samþykkti bæjarstjórn tillögu að breyttu deiliskipulag fyrir Suðurgötu 40-44 og að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillögurnar verða auglýstar samhliða líkt og 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010 veita heimild til.

Breytingartillaga aðalskipulags Hafnarfjarðar fyrir umræddar lóðir felst í að: breyta landnotkunarskilgreiningunni er nær til lóðanna við Suðurgötu 40-44 úr samfélagsþjónustu í íbúðarbyggð.Breytingartillaga deiliskipulagsins felst í að: lóðin við Suðurgötu 40 verður aftur skilgreind sem íbúðarhúsalóð í stað bílastæðalóðar. Húsið við Suðurgötu 44 fær nýtt hlutverk ásamt leikfimishúsi sem á að víkja sk. gildandi skipulagi.  Því verði breytt í íbúðarhús með að hámarki 12 íbúðum. Bílastæði verða leyst innan lóðar. Til verður ný lóð innan lóðar Suðurgötu 44 er fær númerið 46.

Tillögurnar ásamt fylgigögnum verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 16.03.2018–27.04.2018.

 

 

 

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu.  Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 27. apríl 2018. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar. Skipulagsfulltrúi.