Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Suðurhöfn, Óseyrarbraut 16-20

Deiliskipulagsbreyting

  • 2.4.2019 - 13.5.2019

Bæjarstjórn og hafnarstjórn Hafnarfjarðar staðfestu á fundum sínum þann 06.03. 2019 samþykkt skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, dags. 26.02.2019, um tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna lóða nr. 16, 18 og 20 við Óseyrarbraut og að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að lóðirnar Óseyrarbraut 16 og 20 sameinist í Óseyrarbraut 16 og kvöð á milli lóðanna verði felld niður. Byggingarreitir lóðanna sameinist í einn og verði stærri en þeir sem fyrir eru. Innkeyrslum á lóðina verði fjölgað og hliðrað. Sameiginleg aðkoma að lóðum 18 og 20 verði felld niður og aðkoma að lóð nr. 18 færð. Ný lóð fyrir spennistöð verði skilgreind og verði nr. 20a. Mesta hæð bygginga verði 22m og nýtingarhlutfall verði 0,3.

Tillagan er til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu, Norðurhellu 2, frá 2. apríl til 13. maí 2019. Hér er hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 13. maí 2019.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu.
Skipulagsfulltrúi