Sléttuhlíð
Deiliskipulag
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar
Hafnarfjarðarbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin er orðalagsbreyting til að kveða á um breyttan þakhalla og vegghæð ef um er að ræða einhalla þak.
Breytingartillagan verður til sýnis á umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar Strandgötu 6, frá 11.05 – 22.06.2022.
Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna á skipulag@hafnarfjordur.is eigi síðar en 22.06.2022 eða skriflega í þjónustuver:
Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssviðs
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður