Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Skipulagslýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

Skipulagslýsing

  • 8.6.2021 - 8.7.2021

Nýtt afþreyingar- og ferðamannasvæði við Snókalönd við Bláfjallaveg

Uppland Hafnarfjarðar – breyting á skilmálum fyrir frístundabyggð F1 – Sléttuhlíð og Klifsholt.

Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 26. maí sl. var samþykkt að breyta aðalskipulagi Hafnarfjarðar sem fellst í að afmarkað verður nýtt afþreyingar- og ferðamannasvæði merkt AF5 á þegar röskuðu landi við Bláfjallaveg. Einnig var samþykkt að breyta sama skipulagi fyrir frístundabyggðina í Sléttuhlíð og Klifsholti en breytingin nær til skilmála og gerir ráð fyrir að heimila gistiaðstöðu í flokki II í Sléttuhlíð og Klifsholti (F1)

Þegar vinna við gerð aðalskipulagstillögu hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við aðalskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

Hægt er að skoða gögnin hér:

Einnig verða skipulagslýsingarnar til sýnis í þjónustuveri Hafnar­fjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði Norðurhellu 2. Ábendingum við skipulagslýsinguna skal skila eigi síðar en 8. júlí nk. á netfangið: skipulag@hafnarfj­ordur.is.

Einnig er hægt að skila inn skriflegum ábendingum í þjónustuver Hafnarfjarðar að Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði.