Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Skarðshlíðarhverfi 2. og 3. áfangi

Skipulagsbreyting

  • 7.1.2021 - 18.2.2021

Tillaga að breytingu greinargerða deiliskipulaga Skarðshlíðar 2. og 3. áfanga, Hafnarfirði.

 Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 06.01.2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu orðalagi greinargerða skipulagsskilmála 2. og 3. áfanga Skarðshlíðar og að máls-meðferð fari skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga.

Í breytingunni felst viðbót við 5. kafla greinargerða, gr. 5.1 er fjallar um almennar heimildir á lóðum. Samkvæmt gildandi greinargerðum er ekki hægt að verða við fjölgun íbúða á einstaka lóðum. Breyting á gr. 5.1 felst í að mögulegt verði að fjölga íbúðum almennt á lóðum. Ákvæðið nær til allra lóða í 2. og 3. áfanga Skarðshlíðarhverfis. Eftirfarandi viðbótartexti verður færður inn í gr. 5.1 í gildandi greinargerðir skipulagsskilmála fyrir 2. og 3. áfanga Skarðshlíðarhverfis:

Skipulags- og byggingarráð getur heimilað breytingar á deiliskipulagi Skarðshlíðar er varða fjölgun íbúða innan hverfisins. Leggja skal fram uppdrátt ásamt greinargerð er gerir grein fyrir breytingunni. Skipulags- og byggingarráð tekur afstöðu til umfangs breytinga, áhrifa á umhverfi og götumynd og metur með hvaða hætti tillaga skuli auglýst eða kynnt þeim sem hagsmuna kunna að hafa að gæta. Um málsmeðferð slíkra breytinga fer skv. skipulagslögum 123/2010.

 Tillögur að breytingum verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, frá 07.01.-18.02.2021. Auk þess er hægt að skoða tillögurnar hér fyrir neðan:


Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar eigi síðar en 18.02.2021. Skal þeim skilað skriflega á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða á:

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Norðurhella 2
221 Hafnarfjörður