Skarðshlíð 1. áfangi
Deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi:
Skarðshlíð 1. áfangi
Tillagan gerir ráð fyrir biðskýli og aðstöðu fyrir vagnstjóra við nýja endastöð Strætó á Ásvallabraut við Nóntorg. Tillagan verður til sýnis á umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar Strandgötu 6, frá 25. janúar 2022. Auk þess er hægt að skoða tillöguna hér fyrir neðan Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagssviði.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Skal þeim skilað skriflega á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eigi síðar en 9. mars 2022 eða stílaðar á:
Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgata 6
220 Hafnarfjörður