Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Selhraun suður, Norðurhella 1

Deiliskipulagsbreyting

  • 15.2.2019 - 29.3.2019

Á fundi bæjarstjórnar þ. 6.febrúar sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Norðurhellu 1 í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingunni felst að: byggingareit er snúið um 90°. Heimilt verði að reisa skjólgirðingu allt að 2,1m að hæð, við vörumóttöku, utan byggingareits. Komið verði fyrir nýrri aksturstengingu inn á lóðina frá Hraunhellu.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 15.2. – 29.3.2019. Hér er hægt að skoða deiliskipulagstillöguna:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi - Selhraun suður, Norðurhella 1

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 29. mars 2019.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar.
Skipulagsfulltrúi.