Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Selhraun suður

Beiðni um umsögn

  • 21.12.2020 - 21.1.2021

Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, landnotkun Selhraun Suður.

Um er að ræða breytingu á gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar þar sem stefnt er að því að breyta landnotkun hluta af athafnasvæði AT2. Með vísan til 30. gr. skipulagslaga er leitað eftir umsögn ykkar samanber eftirfarandi: 

Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 1.12.2020 s.l. var eftirfarandi tekið fyrir og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar: „Lagt fram á ný erindi Norðurhellu 13 um breytingu á skipulagi svæðisins. Skipulags og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að vinna tillögu að breyttu aðalskipulagi með það að markmiði að breyta landnotkun fyrir lóðirnar Norðurhellu 13-15-17-19 og Suðurhellu 12-14 í blandaða byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Bæjarstjórn staðfesti erindið á fundi sínum þann 28.10. s.l. Lögð fram skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar.“

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 9.12. s.l.

Sjá - Selhraun suður - skipulagslýsing

Leitað eftir umsögn um fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu. Óskað er eftir því að umsögn berist í síðasta lagi 20. janúar 2021.  Umsagnir óskast sendar á netfangið: skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega til umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar eigi síðar en 20.01.2021:

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Norðurhella 2
221 Hafnarfjörður

Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar.