Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Selhraun norður

Deiliskipulagsbreyting

  • 11.4.2019 - 23.5.2019

Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 3.4.2019 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Selhrauns norðurs með vísan í 1. mgr 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

Breytingin felst í: endurskoðun skilmála skipulagsins hvað varðar nýtingarhlutfall einstakra lóða, hámarks byggingarmagn, skiptingu einstakra lóða ásamt því að lóðarstærðir og byggingarreitir eru uppfærðir til samræmis við fasteignaskráningu. Gatnakerfi er endurbætt m.t.t. aðgengi stærri bíla inn á svæðið. Jafnframt er skipulagið uppfært í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið.

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 11.4. – 23.5.2019. Hér er hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna ásamt skilmálum

 

 

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 23. maí 2019.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar.
Skipulagsfulltrúi.