Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Skipulagslýsing fyrir Krýsuvíkurberg í Krýsuvík

Skipulagslýsing

  • 14.12.2018 - 12.1.2019, 8:00 - 23:59

Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 4. desember 2018 var eftirfarandi bókun gerð:

Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlögð drög að skipulagslýsingu fyrir sitt leiti og að málsmeðferðin verði í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða lýsingu á fundi sínum þann 12. desember sl.

Þegar vinna við gerð aðalskipulagstillögu hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við aðalskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

Skipulagslýsinguna má nálgast HÉR

Skriflegar ábendingar við skipulagslýsinguna skal skila á netfangið: berglindg@hafnarfjordur.is eigi síðar en 12. janúar 2019.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar