Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Norðurbakki - grjótvörn

Grenndarkynning

  • 27.11.2020 - 28.12.2020

Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 06.11.2020 var samþykkt að gera skuli óverulega breytingu á greinargerð deiliskipulags Norðurbakka frá 2004/2005 með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga og hún skuli grenndarkynnt. Málinu var vísað til staðfestingar Hafnarstjórnar og bæjarstjórnar. Hafnarstjórn samþykkti erindið á fundi sínum þann 06.1.2020 og bæjarstjórn þann 11.11.2020. 

Uppbyggingar á Norðurbakka endurgerð

Framkvæmdin er undanfari frekari uppbyggingar og framkvæmda við Strandstíginn og útivistarsvæði á Norðurbakka og við Norðurgarð. Teiknistofan Landslag og Strendingur verkfræðiþjónusta eru ráðgjafar við undirbúning og hönnun verkefnisins f.h. Hafnarfjarðarhafnar og umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar.

Framkvæmdin

Framkvæmd við lokafrágang á Norðurbakkasvæðinu má skipta upp í fjóra áfanga og felur heildarframkvæmdin í sér undirbúning og frágang út frá umhverfis- og öryggissjónarmiðum áður en endanlegur frágangur á yfirborði tekur við. Í fyrsta áfanga haust og vetur 2020/2021 verður grjótvörn sett framan á stálþil við Norðurbakka og er gert ráð fyrir að þessum framkvæmdum ljúki í byrjun árs 2021. Annar áfangi kemur til framkvæmda sumarið 2021 þegar bætt verður við grjótvörn utan á Norðurgarð. Áfangi þrjú felur svo í sér endurbyggingu og hækkun á Norðurgarði en ekki liggur endanlega fyrir með verklok þeirra framkvæmda. Í framhaldi af grjótvörn við Norðurbakkann verður farið í fyrstu áfanga við frágang á yfirborði bakkans en stefnt er að því að gera hann að fjölbreyttu og heillandi útivistarsvæði sem hluta Strandstígsins – allt frá Langeyrarmölum að smábátahöfninni.

Inngrip á svæðið með tilfallandi áreiti og álagi á íbúa

Framkvæmdin mun eðlilega fela í sér nokkurt inngrip á Norðurbakkasvæðinu sem íbúar munu verða varir við. Þar sem verkið er í þéttbyggðu íbúðarhverfi og aðkoma að svæðinu þröng þá verður áhersla lögð á að flytja sem mest efni að verkstað frá sjó með dæluskipi/pramma til að lágmarka áreiti og tryggja öryggi þeirra sem um framkvæmdasvæðið fara. Aðkoma að svæðinu verður þannig annars vegar frá sjó og hins vegar, þegar ekki verður hjá því komist, frá vegi við hlið Norðurbakka 13. Þannig þarf t.d. að vinna grjóthleðslu frá bakka. Rík áhersla verður lögð á að öll umgengni og umhirða á svæðinu verði góð.

Nánari upplýsingar er varða framgang framkvæmdanna ásamt frekari kynningargögnum tillögunnar og breytt greinagerð deiliskipulagsins er að finna hér fyrir neðan:


Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir til 28. desember nk.  Athugasemdir óskast sendar á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega til umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar eigi síðar en 28.12.2020:

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Norðurhella 2
221 Hafnarfjörður

Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar.