Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Leiðarendi, hellir í upplandi

Aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag

  • 7.2.2020 - 20.3.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og nýju deiliskipulagi fyrir Leiðarenda, helli í upplandi Hafnarfjarðar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. janúar 2020 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. laga 123/2010. Jafnframt samþykkt bæjarstjórn að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi samhliða framangreindri aðalskipulagsbreytingu.

Í breytingartillögunni er mörkum aðalskipulagsins breytt í samræmi við úrskurð óbyggðanefndar en umrædd þjóðlenda er innan staðarmarka Hafnarfjarðar.

Hið nýja deiliskipulag afmarkast frá Bláfjallavegi og nær yfir aðkomu, bílastæði og þjónustubyggingu fyrir Leiðarenda, helli í upplandi Hafnarfjarðar.

Deiliskipulagstillagan og greinargerð ásamt tillögu að aðalskipulagsbreytingunni verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 frá 07.02.2020 – 20.03.2020. Breytingartillaga aðalskipulagsins verður einnig til sýnis hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Sjá tillögurnar einnig hér fyrir neðan:


Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagssviði.

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagið og skal þeim skilað eigi síðar en 20. mars nk. á netfangið berglindg@hafnarfjordur.is. Einnig er hægt að skila inn athugasemdum skriflega í þjónustuver að Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði.