Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Íbúðarhverfi í Norðurbæ og breyting á lóð við Hrauntungu 5

Deiliskipulagsbreyting

  • 11.4.2019 - 23.5.2019

Breyting á deiliskipulagsmörkum deiliskipulagsins Íbúðarhverfi í Norðurbæ og breyting á lóð við Hrauntungu 5, Hafnarfirði.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 3.4.2019 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi er nær til Hrauntungu 5 og að tillagan skuli auglýst í samræmi við í 1. mgr 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

Breytingin felst í að: Mörk deiliskipulagsins Íbúðarhverfi í Norðurbæ eru færð til suðurs og Hrauntunga verði þar með hluti af skipulaginu. Breytingartillögur eru gerðar á lóðinni við Hrauntungu 5. Þar verður heimilt að byggja þrjú tveggja hæða hús á lóðinni. Sérskilmálar gilda fyrir Hrauntungu 5 að öðru leyti gilda gilda áður samþykktir skilmálar fyrir skipulagið.

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 11.4. – 23.5.2019. Hér er hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna ásamt skilmálum

 

 

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 23. maí 2019.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar.

Skipulagsfulltrúi.