Skipulag í kynningu


Skipulag í kynningu

Íbúðahverfi Norðurbæjar og skipulagsmörk Víðistaðasvæðis

Niðurstaða

  • 2.9.2020 - 2.10.2020

Auglýsing á niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 19. ágúst 2020 breytingu á deiliskipulagi Íbúðarhverfi Norðurbæjar og breyttum skipulagsmörkum deiliskipulagsins Víðistaðasvæði.

Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Sú breyting var gerð frá auglýstri tillögu að upphaflegum fjölda húsa á svæðinu hefur verið fækkað. Ábendingar vegna fyrirkomulags innkeyrslu við ný hús gegnum núverandi bílastæði hafa verið tekin til greina og önnur aðkoma að svæðinu hefur verið í skoðun og til frekari útfærslu. Jafnframt er til skoðunar frekari útfærsla almennra stæða við götu og áhugi er á að koma fyrir stæðum með grænu yfirbragði. Einnig verður hugað að umferðaröryggi á svæðinu og hvernig megi tryggja sem besta leið yfir Hjallabraut fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda. 


Skipulag í kynningu

Íbúðahverfi Norðurbæjar og skipulagsmörk Víðistaðasvæðis

Niðurstaða

  • 2.9.2020 - 2.10.2020

Auglýsing á niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 19. ágúst 2020 breytingu á deiliskipulagi Íbúðarhverfi Norðurbæjar og breyttum skipulagsmörkum deiliskipulagsins Víðistaðasvæði.

Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Sú breyting var gerð frá auglýstri tillögu að upphaflegum fjölda húsa á svæðinu hefur verið fækkað. Ábendingar vegna fyrirkomulags innkeyrslu við ný hús gegnum núverandi bílastæði hafa verið tekin til greina og önnur aðkoma að svæðinu hefur verið í skoðun og til frekari útfærslu. Jafnframt er til skoðunar frekari útfærsla almennra stæða við götu og áhugi er á að koma fyrir stæðum með grænu yfirbragði. Einnig verður hugað að umferðaröryggi á svæðinu og hvernig megi tryggja sem besta leið yfir Hjallabraut fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.