Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Hreystivöllur á Hörðuvöllum

Tillaga

  • 10.9.2019 - 8.10.2019

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 27. febrúar 2019 var samþykkt að kynna tillögu að hreystivelli og almennu leiksvæði fyrir yngri börn við Ásvallalaug.  Athugasemdir bárust og m.a. var bent á að hreystibraut yrði á nýrri skólalóð Skarðshlíðarskóla.

Völlur færður á Hörðuvelli

Á fundi fræðsluráðs þann 10. maí sl. var lagt til að völlurinn yrði færður á Hörðuvelli enda væri sú staðsetning miðsvæðis og væri gott aðgengi að vellinum á þeim stað.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 22. maí sl. var óskað eftir endurmati á fyrri staðsetningu og var erindið að endingu tekið fyrir í skipulags- og byggingarráði þann 2. júlí þar sem samþykkt var að staðsetja völlinn á Hörðuvöllum. Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 14. ágúst sl. var umhverfis- og skipulagsþjónustu falið að útfæra nánari staðsetningu og kynna fyrir nágrönnum.

Á meðfylgjandi loftmynd er sýnd hina nýja staðsetningu á Hörðuvöllum, völlurinn er 30 x 12 m að stærð. Hægt að nálgast frekari upplýsingar um hreystivelli á www.skolahreysti.is  

HreystivollurHorduvellir

Þeir sem fá kynningu þessa eru eigendur húsa Tjarnarbraut 15-29 ásamt Lækjarskóla, leikskólanum við Hörðuvelli og Lækur við Hörðuvelli1. Erindið mun einnig verða kynnt á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og á samfélagsmiðlum.

Frekari upplýsinga er hægt að nálgast hjá umhverfis- og skipulagssviði.

Athugasemdum og ábendingum er hægt að skila á netfangið:  hafnarfjordur@hafnarfjordur.is fyrir 8. október 2019.