Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Hraun-vestur

Skipulagslýsing

  • 16.7.2019 - 14.8.2019, 7:00

Hraun-vestur, milli Reykjavíkurvegar, Fjarðarhrauns og Flatahrauns – breytt landnotkun og þétting byggðar, breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025. 

Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 26. 06. 2018 var eftirfarandi bókun gerð: Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025 á reit sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðar- hrauni og Flatahrauni, sem var samþykkt í bæjarstjórn 23.05. 2018 og í skipulags- og byggingarráði 30.04. 2018, hefur verið send Skipulagsstofnun til umsagnar. Umsögn Skipulags- stofnunar lögð fram ásamt lagfærðri skipulagslýsingu.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda framlagða lýsingu í auglýsingu. Málsmeðferð verði í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þegar vinna við tillögu að breytingu á aðalskipulagi hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

Skipulagslýsinguna má nálgast HÉR

Skriflegar ábendingar vegna hennar eiga að berast þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði eða á: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is eigi síðar en 14. ágúst 2019. Ábendingar skulu merktar „Aðalskipulag - Hraun vestur“ og skal nafn sendanda, kennitala og heimilisfang koma fram.