Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Hamranes I - nýbyggingarsvæði

Nýtt deiliskipulag

  • 7.2.2020 - 20.3.2020

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þ. 22. janúar sl. var samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag í Hamranesi I, nýbyggingarsvæði, fyrir reiti 6, 10 og 11 og reiti 7, 8 og 9 og að málsmeðferð verði í samræmi við 41.gr skipulagslaga.

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, frá 07.02. - 20.03.2020.  Tillögur má einnig sjá hér fyrir neðan:

Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfis- og skipulagssviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna og skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 20. mars 2020.