Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Hamranes

Aðalskipulagsbreyting

  • 13.5.2020 - 26.6.2020

Á fundi bæjarstjórnar þann 13. maí sl. var lagður fram 2. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 5.maí sl. Uppfærð greinargerð aðalskipulagsbreytingar þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar ásamt tillögu að aðalskipulagsbreytingu lögð fram. Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttri greinargerð aðalskipulags Hamraness í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

Í breytingunni felst landnotkunarbreyting við Hamranes. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem S34 (samfélagsþjónusta, 6ha) VÞ11 (verslunar- og þjónustusvæði, 3ha) og ÍB13 (íbúðarsvæði, 14ha). Með breytingunni verður landnotkun svæðisins skilgreind sem M3 (miðbær/miðsvæði), heildarstærð þess verður 23ha.

Tillögurnar ásamt fylgigögnum verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, frá 13.05.-26.06.2020 Auk þess er hægt að skoða tillöguna hér á síðunni. 

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi í Hamranesi  

Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfis- og skipulagssviði.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Skal þeim skilað skriflega á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eigi síðar en 26. júní 2020 eða stílaðar á:

Hafnarfjarðarkaupstaður
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Norðurhella 2
221 Hafnarfjörður