Skipulag í kynningu


Skipulag í kynningu

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Hraunvang 7, Hrafnista

Deiliskipulag

  • 28.1.2019 - 11.3.2019

Á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 25.9.2018 var tekin fyrir fyrirspurn Hrafnistu í Hafnarfirði frá apríl 2016 vegna breyttrar notkunar á reit F2 við Hrafnistu.

Skipulags- og byggingarráð leggur til að tillaga að breyttu deiliskipulagi Hraunvangs 7, svæði Hrafnistu, verði kynnt íbúum og auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarráð tók jafnframt undir bókun ráðsins þ.22.9.2016 og bæjarstjórnar þann 12.10. 2016 um fyrirhugaða lokun Herjólfsbrautar við Garðahraunsveg (gamla Álftanesveg).

Í deiliskipulags breytingunni felst að:  hjúkrunarheimili verði breytt í íbúðir fyrir aldraða.

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 28.1. – 11.3.2019. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hrafnistu í Hafnarfirði, Hraunvangi 
Skýringaruppdráttur vegna Hrafnistu í Hafnarfirði, Hraunvangi 

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 11. mars 2019.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar.
Skipulagsfulltrúi.


Skipulag í kynningu

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Hraunvang 7, Hrafnista

Deiliskipulag

  • 28.1.2019 - 11.3.2019

Á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 25.9.2018 var tekin fyrir fyrirspurn Hrafnistu í Hafnarfirði frá apríl 2016 vegna breyttrar notkunar á reit F2 við Hrafnistu.

Skipulags- og byggingarráð leggur til að tillaga að breyttu deiliskipulagi Hraunvangs 7, svæði Hrafnistu, verði kynnt íbúum og auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarráð tók jafnframt undir bókun ráðsins þ.22.9.2016 og bæjarstjórnar þann 12.10. 2016 um fyrirhugaða lokun Herjólfsbrautar við Garðahraunsveg (gamla Álftanesveg).

Í deiliskipulags breytingunni felst að:  hjúkrunarheimili verði breytt í íbúðir fyrir aldraða.

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 28.1. – 11.3.2019. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hrafnistu í Hafnarfirði, Hraunvangi 
Skýringaruppdráttur vegna Hrafnistu í Hafnarfirði, Hraunvangi 

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 11. mars 2019.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar.
Skipulagsfulltrúi.