Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Breyting á deiliskipulaginu Hafnarfjörður Miðbær - Lækjargata 2 og Suðurgata 7

Deiliskipulagsbreyting

  • 9.5.2018 - 20.6.2018

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 09.02.2018 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna við Lækjargötu 2 og Suðurgötu 7 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulaginu Hafnarfjörður Miðbær.

Í deiliskipulagsbreytingunni felst að á lóðinni Lækjargata 2, þar sem “Dvergurinn” stóð áður, verði heimilt að reisa 5 hús ásamt sameiginlegri bílageymslu í kjallara. Lóðarmörkum á götuhliðum verði hliðrað til og kvöð um gönguleið verði inn á lóðina frá Brekkugötu. Landnotkun lóðarinnar verði óbreytt og í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013 – 2025. Gert er ráð fyrir íbúðum, verslun og þjónustu á lóðinni. Á lóð austan Suðurgötu 7 verði kvöð um bílastæði felld úr gildi, einnig kvöð um aðkomu að þeim nyrst á lóð Suðurgötu 7, þess í stað verði þar kvöð um gönguleið. Kvöð um skrifstofur á 2.hæð Suðurgötu 7, í “Góðtemplarahúsinu”, verði felld úr gildi og heimilt verði að setja glugga og dyr á austurhlið hússins. Lóð austan Suðurgötu 7 verði opið almenningssvæði.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu Norðurhellu 2 frá 09.05. til 20.06.2018 og hér á vefnum.

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en  20.06.2018. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagsþjónustu.
Skipulagsfulltrúi.