Ásvellir 1
Umhverfisskýrsla vegna deiliskipulagsbreytinga
Umhverfisskýrsla vegna deiliskipulagsbreytinga við Ásvelli 1 í Hafnarfirði
Á fundi bæjarstjórnar þann 19. ágúst 2020 var eftirfarandi tekið fyrir:
13. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs dags. 11. ágúst sl. Lögð fram ný umhverfisskýrsla vegna breytingar á deiliskipulagi Haukasvæðisins samanber bréf Skipulagsstofnunar dags. 12.06.2020. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa umhverfisskýrsluna í samræmi við málsmeðferð deiliskipulags Haukasvæðisins og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
Umhverfisskýrsla vegna deiliskipulagsbreytinga við Ásvelli 1 verður til sýnis á umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar Strandgötu 6, frá 30. ágúst 2020. Auk þess er hægt að skoða skýrsluna hér fyrir neðan.
Skoða umhverfisskýrslu vegna deiliskipulagsbreytinga við Ásvelli 1
Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skýrsluna eigi síðar en 14. 10.2020. Athugasemdir óskast sendar á skipulag@hafnarfjordur.is eða á:
Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Norðurhella 2
221 Hafnarfjörður
Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar.