Ásland 4
Aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag
Í ljósi þess að engin skipulagsauglýsing birtist í Lögbirtingarblaði föstudaginn 25. febrúar og þar á meðal meðfylgjandi auglýsing þá hefur frestur til athugasemda verið framlengdur um 4 daga eða til og með 12. apríl.
Samþykkt var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 9. febrúar sl. að auglýsa eftirfarandi skipulagsmál:
Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025
Breytingin snýr að afmörkun svæðis og legu umferðatenginga. Ásland 4 og 5 norðan Ásvallabrautar verða Ásland 4.
Nýtt deiliskipulag, Ásland 4
Á skipulagssvæðinu sem er 44 ha er gert ráð fyrir íbúðarbyggð og leikskóla. Als er um að ræða 542 íbúðir í blandaðri byggð sérbýla og fjölbýla, eins til þriggja hæða.
----------------------------------------------
Tillögurnar verður til sýnis á umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar Strandgötu 6, frá 25. febrúar 2022. Auk þess er hægt að skoða tillöguna hér fyrir neðan:
- Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 Svæði - Ásland 4
- Greinargerð með deiliskipulagi - Ásland 4
- Deiliskipulagsuppdráttur - Ásland 4
- Skýringaruppdráttur - Ásland 4
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Skal þeim skilað skriflega á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eigi síðar en 8. apríl 2022 eða stílaðar á:
Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgata 6
220 Hafnarfjörður