Aksturs- og skotæfingasvæði í Kapelluhrauni
Deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi aksturs- og skotæfingasvæðis í Kapelluhrauni í Hafnarfirði skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Í tillögunni er verið að bæta við og breyta núverandi byggingarreitum ásamt því að búa til nýja lóð eins og uppdráttur dags. 03.10.2018 gerir grein fyrir.
Breytingartillagan verður til sýnis hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar Strandgötu 6, frá 22. mars – 17. maí 2019.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu.
Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 17. maí 2019 eða á netfangið berglindg@hafnarfjordur.is