Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar. Umsögn

Aðalskipulagsbreyting

  • 14.10.2020 - 7.12.2020

Endurskoðun á aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Beiðni um umsögn umsagnaraðila sbr 30.gr. skipulagslaga.

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 06.10.2020 skipulagslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 14.10.2020.

Í skipulagslýsingunni kemur fram að Hafnarfjörður vinnur að breytingum á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, sem nær til alls alls landsvæðis sveitarfélagsins, þ.e. landsvæðis innan þéttbýlismarka og upplands.


Óskað er eftir umsögn eftirfarandi aðila:

Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Minjastofnun Ísalands, Landsnet, Samgöngustofa, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landgræðsla Ríkisins, Skógræktin, Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, HS-veitur, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Vogar og Grindavík.

Umsögn skal berast á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega til umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar eigi síðar en 07.12.2020:

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Norðurhella 2
221 Hafnarfjörður

Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar.