Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Meðfylgjandi skipulagsmál eru til kynningar hjá Hafnarfjarðarbæ. 

Meðfylgjandi skipulagsmál eru til kynningar í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu, Norðurhellu 6, virka daga frá kl. 8:00 - 16:00. Einnig er hægt að skoða skipulagstillögur í auglýsingu hér fyrir neðan. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til:

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðarbæjar
Norðurhella 2
221 Hafnarfjörður


Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Allir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin. 


Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu við Suðurgötu 40-44 16.3.2018 - 27.4.2018

Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar  þann 30.8.2017 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttri landnotkun í aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Jafnframt samþykkti bæjarstjórn tillögu að breyttu deiliskipulag fyrir Suðurgötu 40-44 og að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillögurnar verða auglýstar samhliða líkt og 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010 veita heimild til.

 

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Hrauntungu 5 19.3.2018 - 30.4.2018

Deiliskipulagsbreyting

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 7.6.2017 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu við lóðina að Hrauntungu 5 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 6.3.2018 var samþykkt  að málsmeðferð tillögunar verði í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010. Jafnframt að grenndarkynna skuli deiliskipulagstillöguna.

 

Deiliskipulag Miðbæjar Hraun Vestur 4.4.2018 - 16.5.2018

Deiliskipulagsbreyting

Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 31.okt.2017 að auglýsa á ný tillögu að  deiliskipulagi Miðbæjar Hrauns Vestur með vísan til 2. mgr. 42. gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Endurauglýsingin byggir á athugasemdum Skipulagsstofnunar við greinagerð deiliskipulagsins dags. 18.sept 2015.