Skipulag í kynningu og framkvæmdaleyfiSkipulag í kynningu og framkvæmdaleyfi

Meðfylgjandi skipulagsmál eru til kynningar hjá Hafnarfjarðarbæ gögnum. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til:

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðarbæjar
Norðurhella 2
221 Hafnarfjörður

Auk þess er hér að finna upplýsingar um þau framkvæmdaleyfi sem í gildi eru hjá sveitarfélaginu ásamt viðeigandi fylgigögnum. 


Selhraun norður 11.4.2019 - 23.5.2019

Deiliskipulagsbreyting

 

Íbúðarhverfi í Norðurbæ og breyting á lóð við Hrauntungu 5 11.4.2019 - 23.5.2019

Deiliskipulagsbreyting

Deiliskipulag

 

Suðurhöfn í Hafnarfirði / Óseyrarbraut 25 9.5.2019 - 18.6.2019

Deiliskipulagsbreyting

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 6. mars 2019 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Óseyrarbraut 25 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði.

 

Kapelluhraun 2. áfangi 9.5.2019 - 18.6.2019

Deiliskipulagsbreyting

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 2. maí sl. að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 2. áfanga og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Hluti Hjallabrautar og Víðistaðatúns 17.5.2019 - 31.5.2019

Lýsing aðalskipulagsbreytinga

Samkvæmt 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010, er auglýst til kynningar lýsing Aðalskipulagsbreytinga er nær til hluta Hjallabrautar og jaðar Víðistaðatúns.

 

Þéttingarsvæði innan Hafnarfjarðar 17.5.2019 - 31.5.2019

Lýsing aðalskipulagsbreytinga

Auglýst er til kynningar lýsing Aðalskipulagsbreytinga vegna þéttingarsvæða innan Hafnarfjarðar sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 7.2.2019.