Uppland


Uppland

Uppland Hafnarfjarðar er að nær öllu leyti skilgreint sem óbyggt svæði. Landið er kjörið til útivistar og vinsælt sem slíkt. Stór hluti upplandsins er innan verndarsvæða, annars vegar innan vatnsverndarsvæðis vatnsbóls Hafnfirðinga við Kaldárbotna og hins vegar innan Reykjanesfólkvangs sem stofnaður var árið 1975.  Græni trefillinn, samfellt útivistar og skógræktarsvæði sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu liggur um hluta upplandsins og endar í Kaldárseli.

Í Kaldárhrauni er eitt síðasta dæmið um heillegt helluhraun í landi bæjarins. Það var friðlýst ásamt Gjánum sem náttúruvætti árið 2009.

Einnig eru Litluborgir við Helgafell friðlýstar vegna sérstæðra jarðmyndana. Litluborgir eru hraunborgir og gervigígar sem myndast hafa við það að hraun hefur runnið yfir stöðuvatn.  Aðrar merkar og áhugaverðar myndanir eru dropasteinar og kísilgúr.

Ástjörn og Ásfjall var friðlýst sem fólkvangur árið 1996.  Ástjörn er einstætt náttúrufyrirbæri og einkennist tjörnin og svæðið umhverfis hana af mjög auðugu gróður- og dýralífi. 

Ýmis önnur svæði eru í upplandi eins og svæði fyrir frístundabyggð í Sléttuhlíð sem stendur í aflíðandi hlíð með láglendu hraunyfirborði.

Skógræktar- og landgræðslusvæði eru við Hvaleyrarvatn og Höfðaskóg.  Einnig eru skógræktarsvæði í Undirhlíðum og Gráhelluhrauni.

Svæði fyrir hestaíþróttir eru við Hlíðarþúfur og athafnasvæðis Sörla í Gráhelluhrauni.

Við Kaldárbotna er Kaldársel svæði KFUM og K

Fjölmargar göngu- og reiðleiðir eru um svæðið ásamt hinum ýmsu afþreyingarmöguleikum.

Það er markmið aðalskipulags Hafnarfjarðar að styrkja aðgengi að upplandi Hafnarfjarðar sem er mjög fjölbreytt og hvetjandi til útiveru árið um kring.

Uppland, rammaskipulag 05/02/2015

Hvaleyrarvatn

Deiliskipulag

Hamranes og Vatnshlíðahnjúkur, deiliskipulagsuppdráttur 23/04/2010
Hvaleyrarvatn og Höfðar 03/04/2002
Lóð St Georgsgildis skáta 25/05/2012

Sléttuhlíð

Deiliskipulag

Sléttuhlíð, deiliskipulag frístundabyggð 28/08/2007
Sléttuhlíð, skýringaruppdráttur frístundabyggð 22/05/2007

Sörli

Deiliskipulag 

Athafnasvæði hestamannafélagsins Sörla 03/10/2017
Greinargerð og skipulagsskilmálar 25/08/2008

Undirhlíðar

Deiliskipulag

Undirhlíðar 16/03/2007


Var efnið hjálplegt? Nei