Skarðshlíð


Skarðshlíð

Skipulagssvæði Skarðshlíðar, er um 30 ha. að stærð. Skipulagsmörkin eru sýnd á skipulagsuppdrætti.  Svæðið er nýbyggingarsvæði og liggur sunnan og vestan í Ásfjalli.  Vesturmörk svæðisins liggja upp að íbúðarsvæði Valla 4 og 6 en er skilið frá þeim svæðum af hraunjaðri sem fellur undir Hverfisvernd í skilmálum fyrir deiliskipulag Valla 6. Að norðan afmarkast skipulagssvæðið af Grísanesi, að austan af bröttum hlíðum Ásfjalls.  Svæðið afmarkast af Ásvallabraut í suðri.  Aðkoma akandi umferðar að svæðinu er um Ásvallabraut.

Upplýsingasíða um Skarðshlíðina

Landslag og sérkenni

Heildaryfirbragð svæðisins er þannig að það liggur í skál í skjóli á móti norðri og austri en opnast til suðurs og vesturs.  Hæðarlega svæðisins er á bilinu frá 24 m til 47 m yfir sjávarmáli.

Jarðvegur er samkvæmt yfirborðskönnun með þeim hætti, að á neðri hluta svæðisins þar sem flatlendi er mest eru gömul tún með móum til jaðranna.  Brekkurnar eru móar með holtagrjóti og þar er einnig að finna lyngmóa og austast eru lágvaxnar hríslur.

Veðurfar

Hafgola úr norðvestri er ríkjandi að sumarlagi að degi til. Að vetrarlagi eru ríkjandi vindáttir frá austri og suðaustri.

Markmið og forsendur deiliskipulags

Í skipulagsforsögn kemur fram eftirfarandi meginmarkmið:  “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar stefnir að því að bjóða eftirsóknarvert búsetuumhverfi með því að leggja áherslu á vandað bæjarskipulag, tengsl við ósnerta náttúru, góða byggingarlist, umferðaröryggi og umhverfismál”

Skipulagsuppdrætti og greinargerðir er að finna á vef Skipulagsstofnunar

Hæða- og mæliblöð 3. áfangi

Hæða- og mæliblöð  2. áfangi 


Mæliblöð 2. áfangi

Hæða- og mæliblöð - 1. áfangi


Var efnið hjálplegt? Nei