Hverfaskipting


Hverfaskipting

Framtíðarsýn okkar er að Hafnarfjörður verði eitt eftirsóttasta bæjarfélag í landinu til búsetu og atvinnu:

  • Hafnarfjörður á áfram að bjóða fagurt umhverfi og alhliða þjónustu við íbúa og atvinnufyrirtæki
  • Í Hafnarfirði sé öruggt og fjölskylduvænt búsetuumhverfi, þar sem allir geta fundið húsnæði og umhverfi við sitt hæfi.
  • Þar séu atvinnumöguleikar fyrir sem flesta, fjölbreytt atvinnulíf m.a. með verðmætum nýsköpunarstörfum og hátækni auk hefðbundinna atvinnugreina.
  • Þar séu fjölbreyttir menntunarmöguleikar, öflugt menningarlíf, fjölbreyttir möguleikar til tómstundaiðju og íþróttaiðkunar og góð félagsleg þjónusta með áherslu á stuðning við einstaklinga til sjálfshjálpar.
  • Þar séu fjölbreyttir möguleikar til útivistar, bæði innan byggðar og í ósnortinni náttúru.
  • Þar sé áhersla á sjálfbæra þróun og verndun vistkerfis og náttúru.

Var efnið hjálplegt? Nei