Flensborgarhöfn og ÓseyrarsvæðiFlensborgarhöfn og Óseyrarsvæði

Opin hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag

Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjarðarbær, í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, efna til opinnar hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæði, sem er í dag hluti hafnarsvæðis Suðurhafnar í Hafnarfirði. Fyrirhugað er að skipuleggja svæðið upp á nýtt með breyttum forsendum, endurskilgreindum skipulagsmörkum og endurskoðuðu aðalskipulagi Hafnarfjarðar.

Meginmarkmið samkeppninnar er að kalla fram hugmyndir um blandaða og þétta byggð við Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði í sátt við aðliggjandi hverfi og hafnarstarfsemi og í takti við ríka sögu og gæði staðarins. Byggðin þarf að hafa sterka tengingu við sjávarsíðuna og bjóða upp á skjólrík svæði fyrir mannlíf. Áhersla er lögð á góðar tengingar við aðliggjandi byggð og miðbæinn. Stækkun smábátahafnarinnar er aðkallandi ásamt góðri aðstöðu fyrir fiskibáta, siglingaklúbb og móttöku skemmtiferðaskipa

Samkeppnin er öllum opin til þátttöku og er keppnislýsing aðgengileg á hér og á vef Arkitektafélags Íslands www.ai.is .  Frestur til að skila tillögum rennur út 9. apríl 2018.

Keppnislýsing

Aðgengi að verkefnisvef, þar sem nálgast má öll ítargögn samkeppninnar, verður afhent af trúnaðarmanni gegn skráningu til þátttöku frá 15. janúar 2018. Öllum fyrirspurnum og athugasemdum skal beint til trúnaðarmanns með tölvupósti.

Auglýsing

Höfnin