Skarðshlíð íbúðarfélag hses.


Skarðshlíð íbúðarfélag hses.

Leiguíbúðir við Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð. 

Um Skarðshlíð íbúðarfélag hses.

Sjálfseignarstofnunin Skarðshlíð íbúðarfélag hses var stofnuð í lok árs 2017. Sjálfseignarstofnunin er rekin án hagnaðarsjónarmiða og hefur þann tilgang að byggja eða kaupa, eiga eða hafa umsjón með rekstri og viðhaldi almennra íbúða og veita þjónustu í almannaþágu samkvæmt lögum um almennar íbúðir

Leiguíbúðir í Skarðshlíð

Verksamningur milli sjálfseignarstofnunarinnar og Modulus eignarhaldsfélags um byggingu tólf almennra leiguíbúða í Skarðshlíð, við Hádegisskarð 12 og 16, var undirritaður í maí 2018. Um er að ræða sex 50m2  tveggja herbergja íbúðir, fjórar þriggja herbergja íbúðir eru 60fm2 og tvær fjögurra herbergja íbúðir eru 80fm2. Af þessum tólf íbúðum er Húsnæðisskrifstofa Hafnarfjarðarbæjar með tvær tveggja herbergja íbúðir sem úthlutað er samkvæmt reglum fjölskyldu- og barnamálasviðs. Tíu íbúðum er úthlutað samkvæmt fyrirliggjandi úthlutunarreglum og ákvæðum laga um almennar íbúðir. Leiguverð er í kringum  2.500.- kr. á fermetra (október 2019) og uppfærist reglubundið samkvæmt vísitöluneysluverðs til verðtryggingar.

Úthlutun og úthlutunarreglur

Fyrsta úthlutun leiguíbúða fór fram í nóvember 2019 og fluttu fyrstu íbúar inn í desember 2019. Vísað er í úthlutunarreglur varðandi m.a. skilyrði fyrir úthlutun íbúða, skráningu á biðlista, umsóknir, úthlutanir og fleira.  Árstekjur leigjenda almennra íbúða við upphaf leigu (2019) skulu ekki nema hærri fjárhæð en 5.345.000 kr. fyrir hvern einstakling en 7.484.000 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk. Við þá fjárhæð bætast 1.336.000 kr. fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Samanlögð heildareign leigjenda almennra íbúða að frádregnum heildarskuldum við upphaf leigu, með vísan til 72.-75. gr. laga um tekjuskatt samkvæmt skattframtali síðasta árs, staðfestu af ríkisskattstjóra, skal ekki nema hærri fjárhæð en 5.769.000 kr.  

Lokað er fyrir umsóknir þar sem öllum íbúðum hefur þegar verið úthlutað. 

Sjá úthlutunarreglur HÉR


Var efnið hjálplegt? Nei