Strætó


Strætó

Leiðanet Strætó í Hafnarfirði

Breyting á nýju leiðaneti í Hafnarfirði (júní 2020) er fyrsta skrefið í átt að nýju leiðaneti Strætó og Borgarlínu. Leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri og ný leið 19 og lengri leið 21 leysa þær af hólmi.

Leið 19

Leið 19 ekur frá Kaplakrika, um Hjallabraut, Setberg, Ásabraut, til Ásvallalaugar og til baka. Leiðin ekur skv. 15 mínútna tíðni á annatímum og 30 mínútna tíðni utan annatíma. Tengingar við leiðir 1, 21 og 55 verða í Firði.

Tímatöflu leiðarinnar má nálgast hér

Leið 21

Leið 21 lengist og mun aka milli Mjóddar og Miklaholts í stað þess að aka á milli Mjóddar og Fjarðar. Leiðin mun áfram aka á 30 mínútna fresti allan daginn. Tengingar við leiðir 1, 19 og 55 verða í Firði.

Tímatöflu leiðarinnar má nálgast hér

Hér fyrir neðan má finna leiðakort af Hafnarfirði


Var efnið hjálplegt? Nei