Strætó


Strætó

Leiðanet Strætó í Hafnarfirði

Nýtt leiðaneti í Hafnarfirði sem innleitt var í júní 2020 var fyrsta skrefið í átt að nýju leiðaneti Strætó og Borgarlínu. Leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hættu akstri og ný leið 19 og lengri leið 21 leystu þær af hólmi. Leið 26 sinnir pöntunarþjónustu í Hellnahrauni. Leið 1 ekur frá Hlemmi í í Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði.  

Leið 1

Frá og með 15. ágúst 2022  ekur leið 1 frá Hlemmi að Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði um Hnappavelli og Ásvallabraut. Samhliða viðbót og breytingu voru tvær nýjar biðstöðvar, Hamranes og Skarðshlíð,  opnaðar á Ásvallabraut.

Tímatöflu leiðarinnar má nálgast hér

Leið 19

Leið 19 ekur frá Kaplakrika, um Hjallabraut, Setberg, Ásabraut, til Ásvallalaugar og til baka. Leiðin ekur skv. 15 mínútna tíðni á annatímum og 30 mínútna tíðni utan annatíma. Tengingar við leiðir 1, 21 og 55 verða í Firði.

Tímatöflu leiðarinnar má nálgast hér

Leið 21

Leið 21 ekur milli Mjóddar og Miklaholts í stað þess að aka á milli Mjóddar og Fjarðar. Leiðin ekur á 30 mínútna fresti allan daginn. Tengingar við leiðir 1, 19 og 55 verða í Firði.

Tímatöflu leiðarinnar má nálgast hér

Leið 26

Leið 26 bættist við leiðakerfi Strætó 1. febrúar 2022. Leið 26 þjónustar iðnaðarhverfið Hellnahraun í pöntunarþjónustu. Leigubílar annast aksturinn. Panta þarf ferð með a.m.k. 30 mínútna fyrirvara fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu með því að hringja í Hreyfil í síma 588-5522 Í boði eru 5 ferðir á hálftíma fresti í hvora átt kl. 7-9 virka daga og 7 ferðir á hálftíma fresti kl. 15-18 virka daga. Þessi strætóleið hefur upphafsstöð og endastöð við Ásvallalaug þar sem farþegar geta skipt í og úr leið 1 og 19. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði aukin í hverfinu eftir því sem eftirspurnin eykst.

Tímatöflu leiðarinnar má nálgast hér 


Var efnið hjálplegt? Nei