Sorphirða


Sorphirða

Öll heimili í Hafnarfirði eiga að vera með grátunnu og blátunnu. Tilgangurinn er að auðvelda flokkun á sorpi og skapa um leið umhverfisvænna samfélag í takt við stefnu sveitarfélagsins í umhverfismálum. 

Næsta losun á sorpi

Markmiðið er að fá alla íbúa bæjarfélagsins til að auka flokkun á úrgangi og draga um leið úr magni urðaðs úrgangs. Þessi flokkun er sambærileg á öllu höfuðborgarsvæðinu og hjá mörgum fleiri sveitarfélögum á landinu. 

GrátunnaGrátunna / orkutunna

Í grátunnuna fer almennt heimilissorp, s.s. matarleifar, bleiur, matarmengaðar umbúðir o.fl. Allt plast skal flokka frá og setja í sérpoka og setja í grátunnuna. Auk þess fara málmar eins og t.d. niðursuðudósir, krukkulok, álbakkar o.fl. lausir í tunnuna. Ekki skal setja neinn endurvinnanlegan pappír eða spilliefni í þessa tunnu. Spilliefni, málmar, timbur og aðrir stórir og þungir hlutir sem skemmt geta tækjabúnað mega ekki fara í sorpið en eiga að fara á gámastöðvar. Nánar á sorpa.is

Í móttökustöð SORPU í Gufunesi er pokarnir með plastinu flokkaðir frá með vélbúnaði og málmarnir flokkaðir frá með seglum. Úr lífræna hlutanum er framleitt metan.

Grátunnan / orkutunnan er losuð á 14 daga fresti.  Fletta upp næstu losun í minni götu.

Sorphirða götur eftir hverfum - Upplýsingar um sorphirðuhverfi á kortavef

Líta skal á sorphirðudagatalið sem viðmiðunardagatal.  Veðurfar, veikindi og bilanir geta haft áhrif en almennt ætti ekki að skeika meiru en 1/2 til 1 degi á sorphirðu milli hverfa.


BlátunnaBlátunna

Í blátunnuna skal setja allan pappírs og pappaúrgang, s.s. dagblöð, tímarit, fernur, sléttan pappa, eggjabakka, skrifstofupappír og bylgjupappa. Ekki skal setja neinar matarleifar, plastpoka eða aukarusl í þessa tunnu.

Spilliefni, málmar, timbur og aðrir stórir og þungir hlutir sem skemmt geta tækjabúnað mega ekki fara í sorpið en eiga að fara á gámastöðvar. Nánar á sorpa.is.

Blátunnan er tæmd á 28 daga fresti. Fletta upp næstu losun í minni götu.

Sorphirða götur eftir hverfum - Upplýsingar um sorphirðuhverfi á kortavef

Líta skal á sorphirðudagatalið sem viðmiðunardagatal.  Veðurfar, veikindi og bilanir geta haft áhrif en almennt ætti ekki að skeika meiru en 1/2 til 1 degi á sorphirðu milli hverfa.

Gjaldtaka

Á Mínum síðum á vef Hafnarfjarðarbæjar er hægt að sækja um kaup á grá- og blátunnum og sækja um losun á auka tunnum. 

Hjá Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar að Norðurhellu 2 er hægt að kaupa ný lok á tunnur árgerð 2013 eða yngri. Einnig er hægt að fá nýja tappa þar.

Sjá gjaldskrá.

Grenndargámar

Grenndargamar

Í Hafnarfirði eru grenndargámar á sjö stöðum. Á öllum stöðunum eru gámar fyrir pappír, plast og gler auk fatagáma frá RKÍ og flöskugáma frá Skátunum á einhverjum þeirra. Staðirnir í Hafnarfirði eru eftirfarandi:

  • Hólshraun/Fjarðarkaup
  • Miðvangur / Samkaup
  • Fjarðargata / Fjörður
  • Melabraut við 10-11
  • Tjarnartorg við Bónus
  • Staðarberg við 10-11
  • Sólvangur

SÆKJA UM AUKATUNNU

Sorptunnugeymslur

Byggingarreglugerð gerir ráð fyrir plássi fyrir tvær tunnur við sérbýli en í einhverjum tilfellum við sérbýli og fjölbýli þarf að útbúa sorptunnuskýli. Íbúum ber að útbúa slíka aðstöðu í samræmi við samþykkta uppdrætti og skipulag. Ýmsir aðilar bjóða uppá lausnir í þessum efnum. Öll umgengni um sorpið og frágangur skiptir miklu máli. Mikilvægt er að gengið sé frá öllu sorpi í lokaða poka til að koma í veg fyrir óþrifnað og óþægindi.

Sorpgeymslur sem eru læstar skulu vera með samræmdum lás við það kerfi sem Hafnarfjarðarbær notar. Það má nálgast t.d. í Húsasmiðjunni, Lásahúsinu, Neyðarþjónustunni og Lásaþjónustunni.

Djúpgámar- rýmd og hönnunarforsendur


Var efnið hjálplegt? Nei