Sópun gatnaSópun gatna

Vorsópun

Vorsópun er gerð á tímabilinu 1. maí – 1. júní (eftir veðri). Bænum er skipt upp í 15 hverfi og hvert hverfi er sópað á 1 degi.

Sópun á götum er unnin með eftirfarandi hætti, 2 sinnum er farið yfir allan bæinn þ.e.a.s á vorin og haustin, einnig er farið mánaðarlega yfir helstar umferðargötur þegar veður leyfir ásamt að taka aukasópanir þegar þess er þörf.

Sópun á stæðum við stofnarnir bæjarins eru gerð 1 sinni á ári að vori.

Þvottur eyja er gerð 1 sinni á ári að vori.

Haustsópun

Haustsópun er gerð þegar lauf hafa fallið og er oft um að ræða línudans milli veturs og hausts reynt er að fara eins seint og hægt er eða á tímabilinu september-október.

Stéttar og stígar

Sópun á stéttum er gerð 1 sinni á ári og reynt að fara sem fyrst að vori eða á tímabilinu frá 20. apríl – 1. júní og tekur um 20 daga. Miðbær er sópaður ca 4 sinnum yfir sumartíma. Auka sópanir á stígum er gerð eftir þörfum.

Hvert hverfi er skiltað deginum áður þar sem tilkynnt er að sópað verður í þessu hverfi á morgun. Notast er við stóran og lítinn sóp.


Var efnið hjálplegt? Nei