SnjómoksturSnjómokstur

Vaktir vegna hálku og snjóvarna byrja almennt 15. október og standa til 15. apríl

Snjómokstur kort 

Hálkuvörn kort

Gönguleiðir allar kort

Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar sér um mokstur og hálkuvarnir en einnig eru kallaðir til verktakar á annatímum. Almennt viðmið er þjónusta frá kl. 7:30 - 22 en veður og færð stýra þjónustutíma. Þegar þannig viðrar hefst þjónustan mjög snemma og endar seint.

Hálkuvarnir og snjómokstur á götum


Hálkuvarnir

Hálkuvarnir eru fyrst og fremst fyrirbyggjandi aðgerðir þar sem notast er við söltun og ruðning. Ákvarðanir eru teknar út frá ástandi vega og veðurfari þ.e.a.s. langtímaspám, veðurútliti, mati hverju sinni, umferð og umferðarflæði. 

 • A-götur (merktar með rauðu) eru aðalgötur, strætóleiðir og stofngötur.  
  Unnið er á tímabilinu 7:30 - 22:00

 • B-götur (merktar með gulu) eru leiðir að skólum, leikskólum, safngötur, milligötur og ákveðin plön og húsagötur.
  Unnið er á tímabilinu 7:30 - 17:00 virka daga.

 • C-götur (merktar með grænu) eru aðrar götur sem þarf að hafa í huga vegna hálku.
  Unnið er tímabilinu 7:30 - 17:00 virka daga.

 • D-götur (ómerktar) eru húsagötur, botngötur og minni götur. Almennt ekki hálkuvarið nema sérstakar aðstæður myndast.

Snjómokstur

Leitast er eftir að snjór eða ís hefti ekki flæði umferðar og reynt að halda umferðaröryggi í lagi. Snjómokstur skal hefjast áður en úrkoma nær 10 cm snjóþykkt.

 • A-götur (merktar með rauðu) eru aðalgötur, strætóleiðir og stofngötur.
  Unnið er á tímabilinu 7:00 - 20:00 alla daga.

 • B-götur (merktar með bláu) eru safnagötur.
  Unnið er á tímabilinu 7:00 - 19:00 virka daga.

 • C-götur (merktar með gulum) eru húsagötur, botngötur og minni götur. Snjómokstur hefst þegar A og B götum hefur verið sinnt.  

Sandur fyrir íbúa yfir vetrarmánuðina

Íbúum í Hafnarfirði stendur til boða að nálgast sand við Þjónustumiðstöðina að Norðurhellu 2. Íbúar þurfa sjálfir að koma með ílát (margnota poka, fötur, bala) undir sandinn en á staðnum er sandur og skófla til notkunar. Við hvetjum íbúa til að vera meðvitaða um nærumhverfi sitt og aðstoða við söndun þannig að tryggja megi öryggi allra. 

Stígar og stéttir snjómokstur

Snjómokstri á stígum og stéttum er forgangsraðað. Tekið er mið af gönguleiðum að skólum, stofnunum, miðbæ og tengingu milli bæjarhluta og leiðum inn og út úr Hafnarfirði.

 • A-gönguleiðir (merktar með svörtu) eru aðalgönguleiðir, forgangur 1. Tenging milli bæjarhluta og leiðum inn og út úr Hafnarfirði.
  Unnið er á tímabilinu 07:30 - 17:00 alla daga.

 • B-gönguleiðir (merktar með rauðu) eru helstu gönguleiðir, forgangur 2. Gönguleiðir að skólum og stofnunum.
  Unnið er á tímabilinu 07:30 – 17:00 virka daga.

 • C-gönguleiðir (merktar með grænu) eru almennar gönguleiðir, forgangur 3.
  Unnið er þegar forgangur 2 er lokið á tímabilinu 07:30 – 17:00 virka daga.

 • Gönguleiðir (ómerkt) eru minni gönguleiðir, húsagötur, botngötur og fleira. Sjaldan ruddar en eru mögulega teknar eftir að forgangur A – B og C er lokið.


Var efnið hjálplegt? Nei