Snjómokstur
Vaktir vegna hálku og snjóvarna byrja almennt 15. október og standa til 15. apríl
Snjómokstur og hálkuvarnir í Hafnarfirði
Umhverfis- og skipulagssvið hefur umsjón með snjómokstri og
hálkueyðingu á götum, stéttum og stígum. Ábendingar varðandi snjómokstur og hálkuvarnir skulu berast í gegnum ábendingagátt bæjarins eða í síma
Skoða hálkuvarnir og snjómokstur á kortavef Hafnarfjarðarbæjar
Hálkuvarnir gatna
Hálkuvarnir er fyrst og fremst fyrirbyggjandi aðgerðir þar sem notast er við söltun og sand eftir þörfum ásamt snjóruðning. Ákvarðanir eru teknar út frá ástandi vega , veðurfari , veðurspám, mati hverju sinni ásamt umferð og umferðarflæði. Götum er skipt upp í forgangsröðun þar sem aðalgötur eru teknar fyrst, strætó leiðir, leiðir að skólum og leikskólum og varasamir staðir, brekkur og fleira. Almennar húsagötur og botnlangar eru almennt ekki hálkuvarðar nema í sérstökum aðstæðum.
Snjómokstur gatna
Þegar snjór eða ís byrjar að hefta för eða flæði umferðar (viðmið áður en snjóþykkt nær 10 cm) eru kallaðir til verktakar í snjómokstur. Bænum er skipt upp í 7 svæði og hver verktaki sér um sitt svæði ásamt vélum frá bænum. Við snjómokstur er fyrst farið í aðalgötur forgangur 1, síðan forgang 2. Eftir að búið er að ná flæði umferðar á þessum götum þá er farið í snjómokstur á húsa götum og öðrum minni götum.
Stéttar og stígar, snjó og hálkuvarnir
Snjómokstur og hálkuvarnir á stígum er skipt upp í forgangsröð. Tekið er mið að aðalgönguleiðum, tengingu milli bæjarhluta, leiðum inn og út frá Hafnarfirði ásamt gönguleiðum að skólum og stofnunum bæjarins.
- Forgangur 1 (aðalleiðir) er þjónustað alla daga vikunnar
- Forgangur 2 helstu gönguleiðir, unnið við snjó og hálkuvarnir alla virka daga á vinnutíma.
- Forgangur 3 unnið við snjó og hálkuvarnir þegar forgangi 2 er lokið.
Gönguleiðir í almennum húsa götum er almennt ekki ruddar nema í sérstökum aðstæðum
Sandur fyrir íbúa yfir vetrarmánuðina
Íbúum í Hafnarfirði stendur til boða að nálgast sand við Þjónustumiðstöðina að Norðurhellu 2. Íbúar þurfa sjálfir að koma með ílát (margnota poka, fötur, bala) undir sandinn en á staðnum er sandur og skófla til notkunar. Við hvetjum íbúa til að vera meðvitaða um nær umhverfi sitt og aðstoða við söndun þannig að tryggja megi öryggi allra.