Jarðefna móttaka


Jarðefna móttaka

Móttöku jarðefna við landmótunarstaðinn í Hamranesi verður hætt þann 30. júní nk. Bent á að hægt er að fara með jarðefni á eftirfarandi staði:

  • Bolaöldur við Vífilfell
  • Vatnsskarðsnámur við Krísuvíkurveg
  • Tunguhella 1-5

Bolaöldur

Mánudaga – fimmtudaga kl. 8.00 – 12.00 og 12.30 – 17.00 
Föstudaga kl. 8.00 – 12.00 og 12.30 – 16.00

Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, og Garðabær  hafa gert samning við Bolaöldur ehf. um móttöku á jarðefnum til landmótunar í Bolaöldum í hlíðum Vífilsfells í landi Ölfuss.  Þar er námusvæði og með móttöku á jarðefnum er verið að endurheimta land í eldri námum. Ekið er að námusvæðinu frá Suðurlandsvegi til suðurs rétt vestan við Litlu-Kaffistofuna. 

Staðsetning Bolaöldu og yfirlitsmynd.

Google maps

Losun er gjaldfrjáls í Bolaöldu.

Starfsleyfi:  Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur gefur út starfsleyfi fyrir Bolaöldur ehf.  vegna móttöku á jarðefnum til landmótunar. Starfsleyfi er dagsett 18. apríl 2011 og gildir til 18. mars 2023.

Hvað má losa?

Eingöngu er heimilt að losa endurnýtanlegt, óvirkt jarðefni s.s. mold, möl og grjót. Einnig má losa steinsteypubrot sem búið er að klippa af öll útistandandi járn og hreinsa af öðrum efnum s.s. einangrun, pappa og klæðningu.

Ekki er heimilt að losa lífrænan úrgang eins og húsdýraskít og landbúnaðarhrat, eins og það er orðað í starfsleyfi. Skv. reglugerð 737/2003 um meðhöndlun úrgangs er lífrænn úrgangur skilgreindur sem ,,úrgangur sem er niðurbrjótanlegur af örverum með eða án tilkomu súrefnis, t.d. matarleifar, garðúrgangur (gras og tré), sláturúrgangur, fiskúrgangur, ölgerðarhrat, húsdýraúrgangur, timbur, lýsi, garðyrkjuúrgangur, pappír og pappi, og seyra.”

Umsjón Bolaöldu Bolaöldur ehf.

Náma og tippur sími 892-8505

Sorpa - smærri farmar úrgangs

Hægt er að koma með smærri farma í Sorpu við Breiðhellu  en þar gefst íbúum og smærri fyrirtækjum kostur á að koma með úrgang til endurvinnslu og/eða förgunar.   Gjaldskrá og  opnunartíma Sorpu má finna á   www.sorpa.is.

Gjaldfrjáls úrgangur 
Íbúar greiða ekki fyrir losun á úrgangi frá daglegum heimilisrekstri. Fyrirtæki greiða ekki fyrir endurvinnsluefni, s.s. bylgjupappa og málma. Förgun gras, trjágreina og garðaúrgangs frá heimilum er gjaldfrjáls hjá Sorpu.


Var efnið hjálplegt? Nei