Garðlönd
Hafnarfjarðarbær býður bæjarbúum til útleigu garðlönd í Vatnshlíð við Kaldárselsveg . Um er að ræða 125 garða sem eru til útleigu, stærð garðanna er um 50 fermetrar
Hafnarfjarðarbær sér um ýmsa verkþætti varðandi garðlöndin og þeir eru eftirfarandi:
- yfirfara merkingar
- plæging/tæting á garðlöndum
- hreinsa upp stórgrýti og fjarlægja úr görðunum
- fylla reglulega á vatnskör sem staðsett eru við garðanna.
- á tveggja til þriggja ára fresti er hrossataði dreift í garðana samhliða plægingu.
Garðlöndin eru plægð á tímabilinu 5. – 20. maí ár hvert, en fer eftir veðurfari hverju sinni.
Leigugjald skal greitt í Þjónustuveri Hafnarfjarðar á jarðhæð að Strandgötu 6. Úthlutun garðlanda fer fram á sama stað.
Leigutakar skulu passa vel upp á það að þeir séu í réttum garði miðað við númeraúthlutun samkvæmt teikningu