ÍbúðarhúsnæðiÍbúðarhúsnæði

Íbúðarhúsalóðir

Skarðshlíðin er nýtt og fjölskylduvænt íbúðahverfi í Hafnarfirði sem liggur á flata og í brekku sunnan og vestan í Ásfjalli. Við hönnun og skipulag hverfisins hefur áhersla verið lögð á heildræna sýn, heildrænar götumyndir, vistvænt skipulag, sjálfbærni, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Í hverfinu rís blönduð byggð einbýlishúsa, parhúsa, raðhúsa og lágreistra fjölbýlishúsa. Lóðir fyrir fjöleignarhús standa á flata nálægt skólanum en byggðin greinist svo upp Skarðshlíðarbrekkuna með raðhúsum og parhúsum neðst og einbýlishúsum ofar þar sem landhalli er meiri. 

Mynd2Skardshlidarhverfi

Kostir hverfisins

  • Stutt í alla þjónustu
  • Mikil nálægð við uppland Hafnarfjarðar og fallegar náttúruperlur
  • Skarðshlíðarskóli hefur þegar tekið til starfa
  • Skarðshlíðarleikskóli hefur þegar tekið til starfa 
  • Samgöngur milli hverfa eru nokkuð greiðar og sífellt að verða greiðari
  • Ný Ásvallabraut mun greiða enn fyrir umferð til og frá hverfinu. Framkvæmdir hefjast sumarið 2020
  • Göngu- og hjólaleiðir í skóla og íþróttaaðstöðu í næsta nágrenni eru öruggar og góðar

Skoða upplýsingasíðu um Skarðshlíð

Helstu upplýsingar og samþykktir um lóðir í Hafnarfirði


---------------------------------------------------------------------------------

Skarðshlíð 2. áfangi - úthlutunarlóðir

Íbúðahúsalóðir eru lausar til úthlutunar til einstaklinga og lögaðila. Einstaklingar ganga fyrir í úthlutun einbýlis- og parhúsa. Lóðirnar eru þegar tilbúnar til afhendingar.

Skardshlid2afangi

Sótt skal um lóðirnar á MÍNUM SÍÐUM

Umsókn um lóð er tekin fyrir á bæjarráðsfundi þegar öll fylgigögn hafa borist. Bæjarráðsfundir eru haldnir annan hvern fimmtudag. Yfirleitt annan og síðasta fimmtudag í mánuði. Umsókn og öll fylgiskjöl verða að vera komin fyrir kl. 16 mánudaginn fyrir bæjarráðsfund, svo umsókn verði tekin fyrir á þeim fundi. Fylgiskjöl sem skulu fylgja með umsókn koma fram í grein 2.1. í almennum reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar.

Umsókn einstaklinga skal fylgja: greiðslumat frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun og skal greiðslumatið uppfylla þær kröfur er íbúðalánasjóður/viðskiptabankarnir gera til lántakenda sinna. Greiðslumatið skal bera með sér að umsækjandi geti staðið undir 40 millj. kr. greiðslumati.

Umsókn lögaðila skal fylgja: lögaðili sem umsækjandi um lóð skal leggja fram ársreikning síðasta árs áritaðan af löggiltum endurskoðanda, auk skriflegrar staðfestingar án fyrirvara frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Enn fremur skal umsækjandi leggja fram gögn er gefa upplýsingar um flekklausa byggingarsögu.

Skoða upplýsingasíðu um Skarðshlíð


Ítarefni og gögn fyrir Skarðshlíð - 2. áfanga:
 


---------------------------------------------------------------------------------

Skarðshlíð 3. áfangi - úthlutunarlóðir

Opið er fyrir umsóknir um íbúðahúsalóðir í Skarðshlíð 3. áfanga og eru fjölbreyttar lóðir til úthlutunar til einstaklinga og lögaðila. Einstaklingar ganga fyrir í úthlutun einbýlis- og parhúsa. Lóðirnar eru þegar tilbúnar til afhendingar.

Skardshlid1Afangi

Sótt skal um lóðirnar á MÍNUM SÍÐUM

Umsókn um lóð er tekin fyrir á bæjarráðsfundi þegar öll fylgigögn hafa borist. Bæjarráðsfundir eru haldnir annan hvern fimmtudag. Yfirleitt annan og síðasta fimmtudag í mánuði. Umsókn og öll fylgiskjöl verða að vera komin fyrir kl. 16 mánudaginn fyrir bæjarráðsfund, svo umsókn verði tekin fyrir á þeim fundi. Fylgiskjöl sem skulu fylgja með umsókn koma fram í grein 2.1. í almennum reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar.

Umsókn einstaklinga skal fylgja: greiðslumat frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun og skal greiðslumatið uppfylla þær kröfur er íbúðalánasjóður/viðskiptabankarnir gera til lántakenda sinna. Greiðslumatið skal bera með sér að umsækjandi geti staðið undir 40 millj. kr. greiðslumati.

Umsókn lögaðila skal fylgja: lögaðili sem umsækjandi um lóð skal leggja fram ársreikning síðasta árs áritaðan af löggiltum endurskoðanda, auk skriflegrar staðfestingar án fyrirvara frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Enn fremur skal umsækjandi leggja fram gögn er gefa upplýsingar um flekklausa byggingarsögu.

Skoða upplýsingasíðu um Skarðshlíð


Ítarefni og gögn fyrir Skarðshlíð - 3. áfanga: 


Var efnið hjálplegt? Nei