ÍbúðarhúsnæðiÍbúðarhúsnæði

Íbúðarhúsalóðir

Á þessari síðu er að finna upplýsingar um þær lóðir sem lausar eru til umsóknar og  úthlutunar í Hafnarfirði. Hafnarfjörður er heillandi og hlýlegur bær í stöðugum vexti sem býður upp á mikla möguleika og tækifæri til framtíðar. Framundan er mikil uppbygging á umræddum nýbyggingarsvæðum, við Hraun-vestur, Áslandi 4,  á hafnarsvæðinu og víðar. Fjölbreytnin mun ráða ríkjum þegar kemur að nýjum íbúamöguleikum í Hafnarfirði á næstu misserum. 

Helstu upplýsingar og samþykktir um lóðir í Hafnarfirði

Ásvellir 3 

Uppbygging í grónu hverfi við íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í 10.000 m2fjölbýlishúsalóð á Ásvöllum í Hafnarfirði. Á lóðinni, sem er um 1ha, er heimilt að byggja fjölbýlishús á 2-5 hæðum, alls 100-110 íbúðir eða um 10.000fm byggingarmagni. Mænishæð er hæst 16,5m yfir gólfkóta aðalhæðar. Áhersla er lögð á vandaða hönnun og fjölbreytt efnis- og litaval. Þá skal forðast einsleita fleti útveggja. Þök eru almennt einhalla en þakgarðar eru heimilir þar sem aðstæður leyfa. Bílastæði eru leyst samkvæmt deiliskipulagi, heimilt er að hafa bílkjallara á einni hæð.

Um er að ræða einstaka og vel staðsetta lóð í grónu hverfi við íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum gengt Ásvallalaug og við friðland Ástjarnar. Stutt er í alla verslun, þjónustu og menningu. Vellirnir í Hafnarfirði eru vinsælt hverfi með fjölbreyttum möguleikum til útivistar. Búið er að marka lágmarksverð í lóðina sem er kr. 447.919.120.-. Tilboð undir lágmarksverði teljast ógild.

9623-190508-Asvellir-ibudir-DJI_0004

Tilboðsgjafar eru hvattir til að kynna sér vel deiliskipulag lóðar ásamt viðauka.

Helstu upplýsingar fjölbýlishúsalóð á Ásvöllum

Umsókn skal fylgja

  • Ársreikningur síðasta árs áritaður af löggiltum endurskoðanda
  • Skrifleg staðfesting án fyrirvara frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðra húsbygginga
  • Gögn er gefa upplýsingar um flekklausa byggingarsögu, s.s. staðfestingu frá tryggingarfélögum

Tilboðsfrestur er 28. janúar 2022

Sótt er um lóð á Mínum síðum á hafnarfjordur.is. Búið er að marka lágmarksverð í lóðina sem er kr. 447.919.120.- Tilboð undir lágmarksverði teljast ógild. Tilboð í lóð ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast fyrir kl. 13 föstudaginn 28. janúar. Sama dag á sama tíma verða tilboðin opnuð í bæjarráðssal í Ráðhúsi Hafnarfjarðar.


Var efnið hjálplegt? Nei