ÍbúðarhúsnæðiÍbúðarhúsnæði

Íbúðarhúsalóðir

Á þessari síðu er að finna upplýsingar um þær lóðir sem lausar eru til umsóknar og  úthlutunar í Hafnarfirði. Síðustu íbúðarhúsalóðum í nýju og vistvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð var úthlutað í febrúar 2021. Hafnarfjörður er heillandi og hlýlegur bær í stöðugum vexti sem býður upp á mikla möguleika og tækifæri til framtíðar. Framundan er mikil uppbygging á umræddum nýbyggingarsvæðum, við Hraun-vestur, á hafnarsvæðinu og víðar. Fjölbreytnin mun ráða ríkjum þegar kemur að nýjum íbúamöguleikum í Hafnarfirði á næstu misserum. 


Hjallabraut 49 - ein lóð fyrir tíu sérbýli 

Óskað er eftir tilboðum í lóðina að Hjallabraut 49 í Hafnarfirði. Á lóðinni er heimilt að byggja tvö tveggja hæða raðhús, annað með þremur íbúðum og hitt með fjórum og þrjú einbýlishús á einni hæð. Samtals tíu sérbýli og er gert ráð fyrir einu bílastæði fyrir hvert hús á sameiginlegri lóð.  Búið er að marka lágmarksverð í lóðina sem er kr. 98.000.670.- m.v. BVT í júní 2021. Lágmarksverð pr. íbúð í raðhúsi er kr. 8.881.965.- m.v. 155 fm og í einbýlishúsi kr. 11.942.305.- m.v. 185 fm. Tilboð undir lágmarksverði teljast ógild. Tilboðsgjafar eru hvattir til að kynna sér vel öll fyrirliggjandi gögn þ.m.t. deiliskipulag lóðar.

Image00002Svæðið í dag - Hjallabraut 49 

HjallabrautinNyttSvaedi

Svæðið til framtíðar - Hjallabraut 49

Ítarefni um Hjallabraut 49

Mikilvægar upplýsingar fyrir væntanlega bjóðendur  

 • Stærð lóðar er 5850 m2
 • Skilgreind er ein lóð fyrir öll húsin þar sem hvert hús hefur sér afnotaflöt/mannvirkjareit
 • Heimilt er að byggja tvær raðhúsalengjur með samtals sjö íbúðum (hámarksstærð raðhúsa er 155 fm pr. íbúð) og þrjú einbýlishús (hámarksstærð einbýlishúsa er 185 fm pr. íbúð)
 • Nýtingarhlutfall er að hámarki 0,3

 • Manir og fláar verða útfærðar með hraungrjóti og hraunsalla
 • Í gegnum svæðið liggur vegur/göngu- og hjólastígur á sameiginlegri lóð. Væntanlegur lóðarhafi ber ábyrgð á gatnagerð innan lóðar og tengingu eigna m.a. við heimæð vatnsveitu og heimæð skólps í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið bæjarins. Girða skal af byggingarsvæðið og tryggja að gönguleiðir verði opnar og greiðfærar
 • Á sameiginlegri lóð er jafnframt gert ráð fyrir einu bílastæði fyrir hvert hús
 • Vistgata með 15km hámarkshraða
 • Ekki er gert ráð fyrir sorptunnum við hvert hús heldur byggingarreit fyrir djúpgáma eða sambærilegar lausnir
 • Gerð er grein fyrir meginformi (lögun) húsa, kótasetningu og uppbyggingu í skilmálateikningum sem eru hluti af deiliskipulagi
 • Deiliskipulag liggur fyrir, er staðfest og auglýst í b deild stjórnartíðinda. Deiliskipulag skýringaruppdráttur liggur einnig, þar koma fram hugmyndir af raðhúsi og einbýlishúsi. Ekki verður heimilt að gera breytingar á deiliskipulagi, nema ef um er að ræða óverulegar breytingar.

 • Lóðarhafa er heimilt að veðsetja lóðarréttindi, eftir undirritun lóðarleigusamnings og þinglýsingu, til að fjármagna verkefnið og framkvæmd enda séu lóðarverð að fullu greitt. Ef það er ekki raunin getur veðleyfi aðeins komið til greina hafi það að geyma skilyrði um greiðslu á lóðargjaldi með andvirði láns.

Fjárhagsgeta og aðrar kröfur - meðfylgjandi þarf að fylgja tilboði:

 • Krafa er gerð um jákvætt eigið fé síðustu tvö ár - fylgja þarf áritaður ársreikningur af löggiltum endurskoðanda, auk skriflegrar staðfestingar án fyrirvara frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðra húsbygginga.

 • Umsækjandi skal sýna fram á eigið fé til framkvæmdar á reitnum eða staðfestingu frá banka/fjármálastofnun um fjármögnun. Velta síðustu 2-3 ár að meðaltali yfir kr. 400.000.000.- á ári
 • Óflekkuð byggingarsaga síðustu 2 ár, staðfesting frá tryggingarfélagi og byggingarfulltrúa þar sem umsækjandi hefur starfað
 • Bjóðendur skulu leggja fram ítarlega og rökstudda framkvæmdaráætlun (greinargerð)

Tilboð og tilboðsfrestur 

Hafnarfjarðarbær áskilur sér fullan rétt til að meta hvort bjóðendur uppfylli kröfur um hæfi á grundvelli þeirra upplýsinga sem fylgja tilboði. Hafnarfjarðarbær áskilur sér jafnframt allan rétt til að meta tilboð með hliðsjón af tilboðsfjárhæð og þeirri framkvæmdaráætlun sem bjóðandi leggur fram. Sótt er um lóð á MÍNAR SÍÐUR. Eyðublað er að finna undir: Umsóknir – framkvæmd og skipulag – lóðarumsókn íbúðahúsnæði. 

Tilboð í lóð ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 23. ágúst 2021. Sama dag á sama tíma verða tilboðin opnuð í bæjarráðssal í Ráðhúsi Hafnarfjarðar. 

Skarðshlíðarhverfi - uppselt

Allar lóðir í Skarðshlíðarhverfi eru seldar. Umsóknarfrestur um síðustu lóðirnar rann út mánudaginn 8. febrúar 2021 kl. 12. Síðustu lóðum í Skarðshlíðarhverfi var úthlutað á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 11. febrúar 2021. 

Skoða upplýsingasíðu um Skarðshlíð

Um Skarðshlíðarhverfi

Skarðshlíðin er nýtt og fjölskylduvænt íbúðahverfi í Hafnarfirði sem liggur á flata og í brekku sunnan og vestan í Ásfjalli. Við hönnun og skipulag hverfisins hefur áhersla verið lögð á heildræna sýn, heildrænar götumyndir, vistvænt skipulag, sjálfbærni, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Í hverfinu rís blönduð byggð einbýlishúsa, parhúsa, raðhúsa og lágreistra fjölbýlishúsa. Lóðir fyrir fjöleignarhús standa á flata nálægt skólanum en byggðin greinist svo upp Skarðshlíðarbrekkuna með raðhúsum og parhúsum neðst og einbýlishúsum ofar þar sem landhalli er meiri.

Mynd2Skardshlidarhverfi

Kostir hverfisins

 • Stutt í alla þjónustu
 • Mikil nálægð við uppland Hafnarfjarðar og fallegar náttúruperlur
 • Skarðshlíðarskóli hefur þegar tekið til starfa
 • Skarðshlíðarleikskóli hefur þegar tekið til starfa
 • Samgöngur milli hverfa eru nokkuð greiðar og sífellt að verða greiðari
 • Ný Ásvallabraut mun greiða enn fyrir umferð til og frá hverfinu
 • Göngu- og hjólaleiðir í skóla og íþróttaaðstöðu í næsta nágrenni eru öruggar og góðar

Skoða upplýsingasíðu um Skarðshlíð

Helstu upplýsingar og samþykktir um lóðir í Hafnarfirði


Var efnið hjálplegt? Nei