ÍbúðarhúsnæðiÍbúðarhúsnæði

Íbúðarhúsalóðir

Á þessari síðu er að finna upplýsingar um þær lóðir sem lausar eru til umsóknar og  úthlutunar í Hafnarfirði. Síðustu íbúðarhúsalóðum í nýju og vistvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð var úthlutað í febrúar 2021. Hafnarfjörður er heillandi og hlýlegur bær í stöðugum vexti sem býður upp á mikla möguleika og tækifæri til framtíðar. Framundan er mikil uppbygging á umræddum nýbyggingarsvæðum, við Hraun-vestur, á hafnarsvæðinu og víðar. Fjölbreytnin mun ráða ríkjum þegar kemur að nýjum íbúamöguleikum í Hafnarfirði á næstu misserum. 

Skarðshlíðarhverfi - uppselt

Allar lóðir í Skarðshlíðarhverfi eru seldar. Umsóknarfrestur um síðustu lóðirnar rann út mánudaginn 8. febrúar 2021 kl. 12. Síðustu lóðum í Skarðshlíðarhverfi var úthlutað á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 11. febrúar 2021. 

Skoða upplýsingasíðu um Skarðshlíð

Um Skarðshlíðarhverfi

Skarðshlíðin er nýtt og fjölskylduvænt íbúðahverfi í Hafnarfirði sem liggur á flata og í brekku sunnan og vestan í Ásfjalli. Við hönnun og skipulag hverfisins hefur áhersla verið lögð á heildræna sýn, heildrænar götumyndir, vistvænt skipulag, sjálfbærni, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Í hverfinu rís blönduð byggð einbýlishúsa, parhúsa, raðhúsa og lágreistra fjölbýlishúsa. Lóðir fyrir fjöleignarhús standa á flata nálægt skólanum en byggðin greinist svo upp Skarðshlíðarbrekkuna með raðhúsum og parhúsum neðst og einbýlishúsum ofar þar sem landhalli er meiri.

Mynd2Skardshlidarhverfi

Kostir hverfisins

  • Stutt í alla þjónustu
  • Mikil nálægð við uppland Hafnarfjarðar og fallegar náttúruperlur
  • Skarðshlíðarskóli hefur þegar tekið til starfa
  • Skarðshlíðarleikskóli hefur þegar tekið til starfa
  • Samgöngur milli hverfa eru nokkuð greiðar og sífellt að verða greiðari
  • Ný Ásvallabraut mun greiða enn fyrir umferð til og frá hverfinu
  • Göngu- og hjólaleiðir í skóla og íþróttaaðstöðu í næsta nágrenni eru öruggar og góðar

Skoða upplýsingasíðu um Skarðshlíð

Helstu upplýsingar og samþykktir um lóðir í Hafnarfirði


Var efnið hjálplegt? Nei