Hesthús
Hesthúslóðir á athafnasvæði Sörla við Fluguskeið og Kaplaskeið
Hafnarfjarðarbær auglýsir hesthúsalóðir á athafnasvæði Hestamannafélagsins Sörla við Fluguskeið og Kaplaskeið lausar til úthlutunar. Lóðirnar eru mismunandi að stærð, sú minnsta 452,2 m2 og sú stærsta 1.909,3 m2 með rými fyrir 8-48 hesta. Byggingarmagn í fermetrum er frá 93,6 - 608 m2 og verðið hlutfallslegt í takti við stærð. Gatnagerðargjald á hesthúsalóðum er miðað við 34.599 kr/hvern byggðan m2 í húsi (vísitala í júní) og breytist í samræmi við vísitölu byggingarkostnaðar 1. dag hvers mánaðar, miðað við vísitölu úthlutunarmánaðar. Við samþykkt á byggingaráformum bætast við þjónustugjöld byggingarfulltrúa og tengigjöld veitna. Upplýsingar um stærðir lóða, húsagerðir, fjölda hesta í húsi, byggingarmagn og verð er að finna í meðfylgjandi skjali:
Hæðar- og mæliblöð fyrir lausar lóðir
Mæliblöð sýna stærðir lóða, lóðamörk, byggingarreiti húsa, bindandi byggingarlínu, fjölda bílastæða og aðrar kvaðir, ef einhverjar eru.
- Mæliblað: Fluguskeið 12-22 og 19-31
- Mæliblað: Fluguskeið 2-10a og 5-17
- Mæliblað: Kaplaskeið 15-29 og 16-26
Hæðarblöð sýna hæðir á lóðamörkum fjær götu (L) og hæðir lóða að
gangstétt (G). Hæðartölur (H) eru leiðbeinandi fyrir aðalhæð og skulu frávik koma
til umfjöllunar hjá bæjarskipulagi. Á hæðarblöðum er einnig sýnd lega
vatns- og frárennslislagna og inntakshliða fyrir veitustofnanir eftir atvikum.
- Hæðarblað: Fluguskeið 12-22 og 19-31
- Hæðarblað: Fluguskeið 2-10a og 5-17
- Hæðarblað: Kaplaskeið 15-29 og 16-26
Hugmyndir að hesthúsagerðum
Nýir hesthúsaeigendur geta látið hanna og teikna sín hús í takti við byggingarmagn í fermetrum á tiltekinni lóð. Meðfylgjandi eru hugmyndir að þremur stærðum af húsum (A, B og C) sem hægt er að byggja á svæðinu (S stendur fyrir steypa og T fyrir timbur). Þessar hugmyndir og teikningar eru unnar af Sveini Ívarssyni arkitekt og ef lóðarhafi vill nýta uppdrætti Sveins þá þarf að hafa beint samband við hönnuðinn.
Hugmyndir að hesthúsagerðum - skýringaruppdráttur
Athafnasvæði Sörla - með því besta sem gerist í bænum
Hestamannafélagið Sörli var stofnað 7. febrúar 1944. Reiðvegasvæði Sörla er með því besta og fallegasta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu.
- Upplýst reiðleið milli Hlíðarþúfna og Sörlaskeiðs.
- Tveir reiðhringir um Gráhelluhraun.
- Reiðleið um Smyrlabúðahraun sem tengir Sörlasvæðið við reiðleiðir í Heiðmörk.
- Reiðvegur að og meðfram Flóttamannaleið sem tengir inn á reiðvegakerfi annarra hestamannafélaga
Við reiðleiðirnar hefur Sörli látið setja upp áningastaði þar sem hestamenn geta bundið hesta sína á meðan áð er. Landsamband Hestamanna hefur látið útbúa kort sem aðgengilegt er á vefnum með fjölmörgum reiðleiðum. Félagsaðstaða og reiðhöll Sörla er við Sörlaskeið 13a og ber hestamannafélagið ábyrgð á svæðinu.
Skilmálar og skuldbindingar
Hafnarfjarðarbær, sem eigandi að skipulögðu byggingarlandi, kynnir neðangreinda skilmála, sem gilda gagnvart öllum þeim sem úthlutað fá byggingarlóð á byggingarsvæðinu. Af hálfu Hafnarfjarðarbæjar er það forsenda fyrir lóðarúthlutun, að hver sá er úthlutun hlýtur skuli samþykkja skilmálana og þær skuldbindingar sem þar kveður á um og hlíti þeim að öllu leyti. Lóðin er afhent í því ástandi sem hún er í við afhendingu. Breytt deiliskipulag sem samþykkt var 24. febrúar 2020 fól m.a. í sér fjölgun lóða fyrir minni hesthús við Fluguskeið og Kaplaskeið og breytingar á númerum húsa og lóðarstærðum.
Ítarefni
- Almennir úthlutunarskilmálar - maí 2020
- Greinargerð og skipulagsskilmálar - 25/08/2008
- Athafnasvæði hestamannafélagsins Sörla - skipulagsbreyting 24/02/2020
Umsóknareyðublað og ferli umsóknar
Umsókn ásamt fylgiskjölum þarf að hafa borist fyrir kl. 16 á mánudegi til þess að tryggt sé að umsóknin verði tekin fyrir á reglulegum bæjarráðsfundi á fimmtudegi þar á eftir. Dæmi: Til þess að umsókn verði tekin fyrir á fundi bæjarráðs á fimmtudegi 11. febrúar þá þurfa gögn að hafa borist eigi síðar en kl. 16 mánudaginn 8. febrúar.