AtvinnuhúsnæðiAtvinnuhúsnæði

Hellnahraun 2. og 3. áfangi

Atvinnuhúsalóðir í Hellnahrauni 2. áfanga eru lausar til úthlutunar

Hellnahraun 2 er með góðar tengingar við Krýsuvíkurveg, stuttar vegalengdir í næstu höfn og flugvöll. Hverfið er skilgreint sem hverfi fyrir atvinnustarfsemi í landnotkunarflokki B2 sem gerir ráð fyrir léttum iðnaði og atvinnustarfsemi sem ekki hefur mengandi áhrif á umhverfi sitt. Til starfsemi í flokki B2 má nefna t.d. ýmis konar verkstæði, framleiðsluiðnað (ekki matvælaiðnað), endurvinnslu og prentþjónustu. Svæðið er innan þynningarsvæðis frá álverinu í Straumsvík. Þynningarsvæði er svæði umhverfis álver þar sem þynning mengunar á sér stað og mengun getur verið yfir umhverfismörkum og gæðamarkmiðum. Óheimilt er að eiga lögheimili og/eða búsetu á iðnaðar og athafnasvæðum í Hellnahrauni. 


Sérstök athygli er vakin á því að 20% afsláttur er á gatnagerðargjöldum vegna fjögurra lóða í Hellnahrauni 2. áfanga. Það er fyrir lóðirnar: Álfhella 2, Breiðhella 3 og 5 og Einhella 1. Afsláttur var samþykktur á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar 19.12.2019

Atvinnuhúsalóðir í Hellnahrauni 3. áfanga eru lausar til úthlutunar

Hellnahraun 3 liggur ofar í landinu en Hellnahraun 2 og er líkt og Hellnahraun 2 með góðar tengingar við Krýsuvíkurveg, stuttar vegalengdir í næstu höfn og flugvöll. Hverfið er skilgreint sem hverfi fyrir atvinnustarfsemi í landnotkunarflokki B1 og teljast til athafnasvæðis. Á athafnasvæði er átt við starfsemi s.s. verslanir, skrifstofur, hreinleg verkstæði s.s. matvælaiðnað og aðra þjónustustarfsemi en lóðirnar eru utan þynningarsvæðis frá álverinu í Straumsvík. Óheimilt er að eiga lögheimili og/eða búsetu á iðnaðar og athafnasvæðum í Hellnahrauni.

Umsóknir um lóðir 

Sótt eru um lóðirnar á Mínum síðum - sjá hér 

Umsókn ásamt fylgiskjölum þarf að hafa borist fyrir kl. 16 á mánudegi til þess að tryggt sé að umsóknin verði tekin fyrir á reglulegum bæjarráðsfundi á fimmtudegi þar á eftir. Dæmi: Til þess að umsókn verði tekin fyrir á fundi bæjarráðs á fimmtudegi 11. febrúar þá þurfa gögn að hafa borist eigi síðar en kl. 16 mánudaginn 8. febrúar. 


Var efnið hjálplegt? Nei