Lausar lóðirLausar lóðir

Hafnarfjarðarbær auglýsir lóðir til úthlutunar. Atvinnuhúslóðir eru lausar til úthlutunar í Hellnahrauni 2 og 3 og íbúðahúsalóðir í nýju og vistvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð og Hamranesi.  Allar upplýsingar um lausar lóðir er að finna hér fyrir neðan. 

Ný upplýsingasíða um Skarðshlíð er nú komin í loftið!

Nánari upplýsingar gefur Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6 í síma: 585-5500, netfang: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is eða netspjall milli kl. 9.15- 16.00.Atvinnuhúsalóðir - Hellnahraun 2. og 3. áfangi

Atvinnuhúsalóðir í Hellnahrauni 2. áfanga eru lausar til úthlutunar.

Hellnahraun 2 er með góða tengingar við Krýsuvíkurveg, stuttar vegalengdir í næstu höfn og flugvöll. Hverfið er fyrir atvinnustarfsemi í landnotkunarflokki B2 sem gerir ráð fyrir léttum iðnaði og atvinnustarfsemi sem ekki hefur mengandi áhrif á umhverfi sitt. Til starfsemi í flokki B2 má nefna t.d. ýmis konar verkstæði, framleiðsluiðnað (ekki matvælaiðnað), endurvinnslu og prentþjónustu. Svæðið er innan þynningarsvæðis frá álverinu í Straumsvík. Þynningarsvæði er svæði umhverfis álver þar sem þynning mengunar á sér stað og mengun getur verið yfir umhverfismörkum og gæðamarkmiðum.


Atvinnuhúsalóðir í Hellnahrauni 3. áfanga eru lausar til úthlutunar.

Hellnahraun 3 liggur ofar í landinu en Hellnahraun 2. áfangi og er með góða tengingar við Krýsuvíkurveg, stuttar vegalengdir í næstu höfn og flugvöll. Hverfið er fyrir atvinnustarfsemi í landnotkunarflokki B1 og teljast til athafnasvæðis. Á athafnasvæði er átt við starfsemi s.s. verslanir, skrifstofur, hreinleg verkstæði s.s. matvælaiðnað og aðra þjónustustarfsemi en lóðirnar eru fyrir utan þynningarsvæðis frá álverinu í Straumsvík. Óheimilt er að eiga lögheimili og/eða búsetu á iðnaðar og athafnasvæðum í Hellnahrauni.  


Íbúðahúsalóðir - Skarðshlíð 2. og 3. áfangi


Ný upplýsingasíða um Skarðshlíð er nú komin í loftið!

Skarðshlíð 2. áfangi


Úthlutunarlóðir

Íbúðahúsalóðir eru lausar til úthlutunar til einstaklinga og lögaðila. Einstaklingar ganga fyrir í úthlutun einbýlis- og parhúsa. Lóðirnar eru þegar tilbúnar til afhendingar.

Sótt skal um lóðirnar á MÍNUM SÍÐUM

Umsókn um lóð er tekin fyrir á bæjarráðsfundi þegar öll fylgigögn hafa borist. Bæjarráðsfundir eru haldnir annan hvern fimmtudag. Yfirleitt annan og síðasta fimmtudag í mánuði. Umsókn og öll fylgiskjöl verða að vera komin fyrir kl. 16 mánudaginn fyrir bæjarráðsfund, svo umsókn verði tekin fyrir á þeim fundi.

Fylgiskjöl sem skulu fylgja með umsókn koma fram í grein 2.1. í almennum reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar.


Umsókn einstaklinga skal fylgja:
greiðslumat frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun og skal greiðslumatið uppfylla þær kröfur er íbúðalánasjóður/viðskiptabankarnir gera til lántakenda sinna. Greiðslumatið skal bera með sér að umsækjandi geti staðið undir 40 millj. kr. greiðslumati.


Umsókn lögaðila skal fylgja:
lögaðili sem umsækjandi um lóð skal leggja fram ársreikning síðasta árs áritaðan af löggiltum endurskoðanda, auk skriflegrar staðfestingar án fyrirvara frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Enn fremur skal umsækjandi leggja fram gögn er gefa upplýsingar um flekklausa byggingarsögu. 


Meðfylgjandi eru viðeigandi gögn fyrir Skarðshlíð - 2. áfanga:


Skarðshlíð 3. áfangiÚthlutunarlóðir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um íbúðahúsalóðir í Skarðshlíð 3. áfanga og eru fjölbreyttar lóðir nú til úthlutunar til einstaklinga og lögaðila. Einstaklingar ganga fyrir í úthlutun einbýlis- og parhúsa. Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar í september 2019.

Sótt skal um lóðirnar á MÍNUM SÍÐUM

Umsókn um lóð er tekin fyrir á bæjarráðsfundi þegar öll fylgigögn hafa borist. Bæjarráðsfundir eru haldnir annan hvern fimmtudag. Yfirleitt annan og síðasta fimmtudag í mánuði. Umsókn og öll fylgiskjöl verða að vera komin fyrir kl. 16 mánudaginn fyrir bæjarráðsfund, svo umsókn verði tekin fyrir á þeim fundi.

Fylgiskjöl sem skulu fylgja með umsókn koma fram í grein 2.1. í almennum reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar.


Umsókn einstaklinga skal fylgja:
greiðslumat frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun og skal greiðslumatið uppfylla þær kröfur er íbúðalánasjóður/viðskiptabankarnir gera til lántakenda sinna. Greiðslumatið skal bera með sér að umsækjandi geti staðið undir 40 millj. kr. greiðslumati.


Umsókn lögaðila skal fylgja:
lögaðili sem umsækjandi um lóð skal leggja fram ársreikning síðasta árs áritaðan af löggiltum endurskoðanda, auk skriflegrar staðfestingar án fyrirvara frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Enn fremur skal umsækjandi leggja fram gögn er gefa upplýsingar um flekklausa byggingarsögu. 

Meðfylgjandi eru viðeigandi gögn fyrir Skarðshlíð - 3. áfanga: 

Hesthúsalóðir

Hafnarfjarðarbær auglýsir hesthúsalóðir á athafnasvæði Hestafélagsins Sörla lausar til úthlutunar.  Hafnarfjarðarbær, sem eigandi að skipulögðu byggingarlandi, kynnir neðangreinda skilmála, sem gilda gagnvart öllum þeim sem úthlutað fá byggingarlóð á byggingarsvæðinu. Af hálfu Hafnarfjarðarbæjar er það forsenda fyrir lóðarúthlutun, að hver sá er úthlutun hlýtur skuli samþykkja skilmálana og þær skuldbindingar sem þar kveður á um og hlíti þeim að öllu leyti. Lóðin er afhent í því ástandi sem hún er í við afhendingu.

Hestamannafélagið Sörli ber ábyrgð á svæðinu. Stjórn hestamannafélagsins Sörla er umsagnaraðili vegna lóðaumsókna en bæjarstjórn samþykkir og úthlutar lóðunum.

Sótt skal um lóðirnar á MÍNUM SÍÐUM

Umsókn um lóð er tekin fyrir á bæjarráðsfundi þegar öll fylgigögn eru komin. Bæjarráðsfundir eru haldnir annan hvern fimmtudag. Yfirleitt annan og síðasta fimmtudag í mánuði. Umsókn og öll fylgiskjöl verða að vera komin fyrir kl. 16 mánudaginn fyrir bæjarráðsfund, svo umsókn verði tekin fyrir á þeim fundi.


Var efnið hjálplegt? Nei