Lausar lóðirLausar lóðir

Hafnarfjarðarbær auglýsir 45 lóðir fyrir um 90 íbúðir til úthlutunar og tilboða í nýju og vistvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð . Í skipulagi og hönnun er rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Svæðið liggur sunnan og vestan Ásfjalls.

Athugið! Unnið er að breytingum á skilmálum deiliskipulags vegna djúpgáma .

Sannkölluð náttúruperla á frábærum stað!

Nánari upplýsingar gefur Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6 í síma: 585-5500, netfang: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is eða netspjall milli kl. 9.15- 16.00.

Almennar upplýsingar um lausar lóðir í Hafnarfirði

Atvinnuhúsalóðir - Hellnahraun 2 og 3

8 atvinnuhúsalóðir í Hellnahrauni 2. áfanga eru lausar til úthlutunar.

Hellnahraun 2 er með góða tengingar við Krýsuvíkurveg, stuttar vegalengdir í næstu höfn og flugvöll. Hverfið er fyrir atvinnustarfsemi í landnotkunarflokki B2 sem gerir ráð fyrir léttum iðnaði og atvinnustarfsemi sem ekki hefur mengandi áhrif á umhverfi sitt. Til starfsemi í flokki B2 má nefna t.d. ýmis konar verkstæði, framleiðsluiðnað (ekki matvælaiðnað), endurvinnslu og prentþjónustu. Svæðið er innan þynningarsvæðis frá álverinu í Straumsvík. Þynningarsvæði er svæði umhverfis álver þar sem þynning mengunar á sér stað og mengun getur verið yfir umhverfismörkum og gæðamarkmiðum.32 atvinnuhúsalóðir í Hellnahrauni 3. áfanga eru lausar til úthlutunar.

Hellnahraun 3 liggur ofar í landinu en Hellnahraun 2. áfangi og er með góða tengingar við Krýsuvíkurveg, stuttar vegalengdir í næstu höfn og flugvöll. Hverfið er fyrir atvinnustarfsemi í landnotkunarflokki B1 og teljast til athafnasvæðis. Á athafnasvæði er átt við starfsemi s.s. verslanir, skrifstofur, hreinleg verkstæði s.s. matvælaiðnað og aðra þjónustustarfsemi en lóðirnar eru fyrir utan þynningarsvæðis frá álverinu í Straumsvík. Óheimilt er að eiga lögheimili og/eða búsetu á iðnaðar og athafnasvæðum í Hellnahrauni.  Íbúðarhúsalóðir - Skarðshlíð 2. áfangi


Tilboðslóðir

Óskað er eftir tilboðum lögaðila í 25 tvíbýlishúsalóðir, 4 raðhúsalóðir og 3 fjölskylduhúsalóðir. Búið er að marka ákveðið lágmarksverð í lóðirnar og er ekki tekið við tilboðum sem eru lægri en lágmarksverðið. Lágmarksverð er samkvæmt gjaldskrá miðað við byggingarvísitölu mars mánaðar 2018 og breytist miðað við vísitölu hvers mánaðar.  

Sótt skal um lóðirnar á mínum síðum .

Tilboð í lóð verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi þegar öll fylgigögn eru komin.

Bæjarráðsfundir eru haldnir annan hvern fimmtudag, næsti bæjarráðsfundur þar sem tilboð verða tekin fyrir er 22. mars n.k. Tilboð og öll fylgiskjöl verða að vera komin fyrir kl. 16:00 mánudaginn fyrir bæjarráðsfund svo tilboð verði tekið fyrir á þeim fundi.

Fylgiskjöl sem skulu fylgja með tilboði koma fram í grein 2.1. í almennum reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar:

Umsókn lögaðila skal fylgja: lögaðili sem umsækjandi um lóð skal leggja fram ársreikning síðasta árs áritaðan af löggiltum endurskoðanda, auk skriflegrar staðfestingar án fyrirvara frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Enn fremur skal umsækjandi leggja fram gögn er gefa upplýsingar um flekklausa byggingarsögu. 


Úthlutunarlóðir

4 einbýlishúsalóðir og 11 parhúsalóðir eru lausar til úthlutunar. Einstaklingar ganga fyrir við úthlutun á lóðunum.

Sótt skal um lóðirnar á mínum síðum .

Umsókn um lóð verður tekin fyrir á bæjarráðsfundi þegar öll fylgigögn eru komin. Séu tvær eða fleiri umsóknir um sömu lóð á bæjarráðsfundi skal dregið á milli umsækjanda í viðveru bæjarlögmanns.

Bæjarráðsfundir eru haldnir annan hvern fimmtudag, næsti bæjarráðsfundur þar sem umsóknir verða teknar fyrir er 22. mars n.k. Umsókn og öll fylgiskjöl verða að vera komin fyrir kl. 16:00 mánudaginn fyrir bæjarráðsfund svo umsókn verði tekin fyrir á þeim fundi.

Fylgiskjöl sem skulu fylgja með umsókn  koma fram í grein 2.1. í almennum reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar:

Umsókn einstaklinga skal fylgja: greiðslumat frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun og skal greiðslumatið uppfylla þær kröfur er íbúðalánasjóður/viðskiptabankarnir gera til lántakenda sinna. Greiðslumatið skal bera með sér að umsækjandi geti staðið undir 40 millj. kr. greiðslumati.

Umsókn lögaðila skal fylgja: lögaðili sem umsækjandi um lóð skal leggja fram ársreikning síðasta árs áritaðan af löggiltum endurskoðanda, auk skriflegrar staðfestingar án fyrirvara frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Enn fremur skal umsækjandi leggja fram gögn er gefa upplýsingar um flekklausa byggingarsögu. 
Var efnið hjálplegt? Nei