Lausar lóðir


Lausar lóðir

Ertu í leit að lóð fyrir atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði eða hesthús?

Hafnarfjarðarbær auglýsir lóðir lausar til úthlutunar. Atvinnuhúslóðir eru lausar í Hellnahrauni 2 og 3. Síðustu íbúðarhúsalóðirnar í nýju og vistvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð seldust í febrúar 2021. Nokkur svæði munu koma til úthlutunar á þróunarreitum í Hamranesi og hafinn er undirbúningur skipulagsvinnu á næstu nýbyggingarsvæðum bæjarins í Áslandi 4 og 5. Framundan er mikil uppbygging á umræddum nýbyggingarsvæðum, við Hraun-vestur, á hafnarsvæðinu og víðar. Fjölbreytnin mun ráða ríkjum þegar kemur að nýjum íbúamöguleikum í Hafnarfirði á næstu misserum. Hesthúsalóðir Hafnarfjarðar eru á athafnasvæði Sörla við Kaldárselsveg. 

Hafnarfjörður er heillandi og hlýlegur bær í stöðugum vexti sem býður upp á mikla  möguleika og tækifæri til framtíðar. 

Allar upplýsingar um lausar lóðir er að finna hér:


Yfirlit um allar lausar lóðir má finna á kortavef bæjarins

Nánari upplýsingar gefur þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6 í síma: 585-5500, netfang: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is eða netspjall milli kl. 9.15- 16.00.


Var efnið hjálplegt? Nei