Lausar lóðirLausar lóðir

Nánari upplýsingar gefur Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6 í síma: 585-5500, netfang: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is eða netspjall milli kl. 9.15- 16.00.

Hafnarfjarðarbær auglýsir 69 lóðir til úthlutunar og tilboða í nýju og vistvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð. Í skipulagi og hönnun er rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Svæðið liggur sunnan og vestan Ásfjalls.

Athugið! Unnið er að deiliskipulagsbreytingu á lóðum nr. 3, 7, 11 og 15 við Drangsskarð og nr. 12, 16, 20 og 24 við Hádegisskarð þar sem gert er ráð fyrir að íbúðum verði fjölgað úr 2 íbúðum í 3-4 íbúðir á lóð. Gert er ráð fyrir að á lóðunum verði byggðar almennar íbúðir skv. lögum nr. 52/2016.

Sjá breytingar á deiliskipulagi Skarðshlíðar: Drangsskarð 11 og 15. Hádegisskarð 12 og 16

Sannkölluð náttúruperla á frábærum stað!

Almennar upplýsingar um lausar lóðir í Hafnarfirði


Tilboðslóðir - Skarðshlíð 2. áfangi

Óskað er eftir tilboðum lögaðila í 26 tvíbýlishúsalóðir, 6 raðhúsalóðir og 6 fjölskylduhúsalóðir. Búið er að marka ákveðið lágmarksverð í lóðirnar. Lágmarksverð er samkvæmt gjaldskrá sem samþykkt var í bæjarráði þann 21.júní 2016.  

Tilboðsfrestur er til kl. 10 þriðjudaginn 15. ágúst.  Kl. 10 sama dag og á sama stað verða tilboð opnuð að Strandgötu 6 að viðstöddum þeim tilboðsgjöfum sem það vilja. Öll tilboð þurfa að berast til eftirfarandi:

Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar 
"Tilboðslóðir í Skarðshlíð"
Strandgata 6
220 Hafnarfjörður

Fylgigögn með tilboði: Áritaður ársreikningur síðasta árs, skrifleg staðfesting án fyrirvara frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu, gögn sem gefa upplýsingar um flekklausa byggingarsögu og tilboðsblað/tilboðsblöð  Úthlutunarlóðir - Skarðshlíð 2. áfangi

Einbýlis- og parhúsalóðum er einungis úthlutað til einstaklinga. 13 einbýlishúslóðir og 18 parhúsalóðir eru til úthlutunar. Dregið verður í númeraröð úr gildum umsóknum og markar númer jafnframt röðun í vali á lóðum í hverfinu. Stefnt er að því að draga úr gildum umsóknum á bæjarráðsfundi fimmtudaginn 7. september. Tveir einstaklingar þurfa að sækja um parhúsalóð og standast sem nemur 40M.kr. greiðslumat per hús.  

Umsóknarfrestur er til kl. 10 þriðjudaginn 15. ágúst - sótt er um í gegnum MÍNAR SÍÐUR. Gert er ráð fyrir að dregið verði úr gildum umsóknum á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 7. september. 

Fylgigögn: Greiðslumat að upphæð 40 milljónir króna per hús.  Var efnið hjálplegt? Nei