Lífsgæðasetur St. Jó


Lífsgæðasetur St. Jó

Lífsgæðasetur St. Jó er samfélag sem býður upp á forvarnir, heilsuvernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og skapandi setur. Allir rekstraraðilar eiga það sameiginlegt að auka lífsgæði fólks með einum eða öðrum hætti. 

Lífsgæðasetur St. Jó er sjálfbær eining rekin af Hafnarfjarðarbæ. Nánari upplýsingar á vef Lífsgæðasetursins.

Húsið á sér rúmlega 90 ára langa sögu en húsið gengdi áður hlutverki St. Jósefsspítala. Spítalinn var byggður og rekinn af St. Jósefssystrum þar til ársins 1987 þegar ríki og Hafnarfjarðarbær tóku við rekstri spítalans og ráku hann til ársins 2011 þegar honum var lokað.

Árið 2017 keypti Hafnarfjarðarbær húsið og þann 5.september 2019 á 93 ára vígsluafmæli spítalans opnaði Lífsgæðasetur St. Jó við formlega athöfn. 


Var efnið hjálplegt? Nei