Sundhöllin  • Sundhöll Hafnarfjarðar laugin

Sundhöllin

Herjólfsgötu 10b

Sími: 555 0088   |   Netfang: sundstadir@hafnarfjordur.is

Opnunartími 

Alla virka daga frá kl. 06:30 - 21:00.

Takmarkanir vegna Covid-19!

Frá og með 10. desember er sund- og baðstöðum heimilt að taka á móti allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2005 eða síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Þetta þýðir hámarksfjöldi í Sundhöll Hafnarfjarðar eu 32 gestir.  Mjög miklar takmarkanir verða áfram á fjölda í gufubaðsklefa karla. Gestir eru áfram hvattir til að gæta að 2 metra reglu í hvívetna og gæta fyllsta hreinlætis en samstarf í almannavörnum er forsenda þess að hægt er að hafa laugarnar opnar. 

Sundhöll Hafnarfjarðar

Sundhöll Hafnarfjarðar var fyrsta sundlaugin í Hafnarfirði.   Í fyrstu var aðeins um útilaug að ræða við Krosseyrarmalir og var hún  tekin í notkun árið 1943. Það var síðan árið 1953 sem Sundhöll Hafnarfjarðar var tekin í notkun eftir að byggt hafði verið yfir útilaugina. 

Sundhöllin státar af innilaug sem  er 25 metrar að lengd og 8.7 metrar í breidd og í dýpri enda laugarinnar er hún 3.2m djúp.   Tveir rúmgóðir heitir pottar eru í afgirtum garði við bygginguna og eru þeir með öflugum nuddtækjum sem njóta mikilla vinsælda.   Sérstakir saunaklefar eru í bæði karla og kvennaklefum, þeir einu sinnar tegundar hjá sundstöðum Hafnarfjarðar. 

Sundhöllin er þekkt fyrir sitt rólega andrúmsloft.  Laugin er mikið notuð af eldri borgurum og íbúum í nágrenni laugarinnar.  Sundfélag Hafnarfjarðar er með hluta af sínum æfingatímum í lauginni og nemendur í Víðistaðaskóla og Engidalsskóla sækja þangað í skólasund.

 

Verðskrá sundlauga


Google maps


Var efnið hjálplegt? Nei