FrístundastyrkirFrístundastyrkir

Mánaðarlegur styrkur Hafnarfjarðarbæjar til lækkunar á þátttökugjöldum er 4.500 kr. á hvern iðkanda frá 6-18 ára. 

Markmið frístundastyrkja er að gera börnum með lögheimili í Hafnarfirði kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna, efla íþróttastarf og annað forvarnarstarf í Hafnarfirði. Einnig á styrkurinn að vinna gegn óæskilegu brotthvarfi í eldri aldurshópum iðkenda.

Árið sem barn verður 6 ára byrjar það að fá styrk 1. janúar og hættir að fá styrk 31. desember árið sem það verður 18 ára. Ekki er hægt að fá þennan styrk nema einu sinni í hverjum mánuði. Styrkur er enn fremur ekki greiddur á tímabili þegar barnið er ekki æfa.

Við rafræna skráningu barns í starf hjá íþrótta- og tómstundafélögum, innan eða utan Hafnarfjarðar, geta foreldrar valið að nýta styrkinn og draga hann frá þátttökugjöldum. Nemendur í tónlistarnámi s.s. í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar geta einnig notað frístundastyrkinn.

SÆKJA UM FRÍSTUNDASTYRK 

  • Skrá inn með rafrænum skilríkjum
  • Velja „frístundastyrkur“
  • Velja íþróttafélag
  • Velja iðkanda
  • Velja námskeið
  • Haka í „nota íþrótta- og tómstundastyrk“
  • Staðfesta skráningu

Ef íþróttafélag kemur ekki upp í listanum þarf að hafa samband við þjónustuver til að athuga hvort félag sé með samning við Hafnarfjarðarbæ. Ef félag er með samning en birtist ekki í kerfinu þarf að koma með kvittun í þjónustuver. Kvittun má ekki vera eldri en tveggja mánaða gömul.

Athugið að ekki er hægt að endurgreiða eða bakfæra styrk frá félögum þegar foreldri/forráðamaður hefur ráðstafað styrknum til félags.

Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir til barna frá tekjulágum heimilum

Frá og með 16. nóvember 2020 til og með 31. júlí 2021 er hægt að að sækja um íþrótta- og tómstundastyrk með börnum fæddum á árunum 2005 til 2014 sem eru með lögheimili á tekjulágum heimilum. Styrkurinn er allt að 45.000 kr. fyrir hvert barn. Styrkur greiðist vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og tómstundastarf á skólaárinu 2020- 2021 og einnig fyrir sumarnámskeið 2021. Allar umsóknir þurfa að berast fyrir 31. júlí 2021. 

Sjá nánar um sérstakan íþrótta-og tómstundastyrk til barna á tekjulágum heimilum 


Var efnið hjálplegt? Nei