Frístundastyrkir


Frístundastyrkir

Mánaðarlegur styrkur Hafnarfjarðarbæjar til lækkunar á þátttökugjöldum er 4.500 kr. á hvern iðkanda frá 6-18 ára. 

Markmið frístundastyrkja er að gera börnum með lögheimili í Hafnarfirði kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna, efla íþróttastarf og annað forvarnarstarf í Hafnarfirði. Einnig á styrkurinn að vinna gegn óæskilegu brotthvarfi í eldri aldurshópum iðkenda.

Sótt er um í gegnum Sportabler hjá viðkomandi félagi. 

Frístundastyrkir barna 6-18 ára yfir sumarið

Breyting hefur verið gerð á notkun frístundastyrkja barna og ungmenna 6-18 ára yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. Nú geta börn og ungmenni sem ekki nýta frístundastyrk þessa mánuði nýtt mánaðarlega styrkupphæð kr. 4.500.- til að greiða niður sumarnámskeið sem er samtals í 8 daga eða lengur hvern mánuð. Greitt er út 20. hvers mánaðar fyrir þær umsóknir sem berast til og með 15. sama mánaðar. Ekki er hægt að flytja styrkinn milli mánaða.

Sækja þarf sérstaklega um endurgreiðsluna í gegnum Mínar síður: Mínar síður -> umsóknir -> tómstundir -> styrkur við íþrótta- og tómstundaiðkun 6 til 18 ára. Fylla þarf út formið og setja kvittun með öllum viðeigandi upplýsingum í viðhengi og þá fer umsóknin inn til afgreiðslu.

Frístundastyrkur - almennt fyrirkomulag

Árið sem barn verður 6 ára byrjar það að fá styrk 1. janúar og hættir að fá styrk 31. desember árið sem það verður 18 ára. Ekki er hægt að fá þennan styrk nema einu sinni í hverjum mánuði. Styrkur er enn fremur ekki greiddur á tímabili þegar barnið er ekki æfa.

Við rafræna skráningu barns í starf hjá íþrótta- og tómstundafélögum, innan eða utan Hafnarfjarðar, geta foreldrar valið að nýta styrkinn og draga hann frá þátttökugjöldum. Nemendur í tónlistarnámi s.s. í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar geta einnig notað frístundastyrkinn.

Athugið að ekki er hægt að endurgreiða eða bakfæra styrk frá félögum þegar foreldri/forráðamaður hefur ráðstafað styrknum til félags.


Var efnið hjálplegt? Nei