FrístundastyrkirFrístundastyrkir

Mánaðarlega styrkir Hafnarfjarðarbær hvern iðkanda frá 6-18 ára aldurs til lækkunar á þátttökugjöldum um kr.  3.000.-  Ekki er hægt að fá þennan styrk nema einu sinni í hverjum mánuði.   

Markmið frístundastyrkja er að gera börnum með lögheimili í Hafnarfirði kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþróttastarf og annað forvarnastarf í Hafnarfirði. Einnig á styrkurinn að vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda.

Mánaðarlega styrkir Hafnarfjarðarbær hvern iðkanda frá 6-18 ára aldurs til lækkunar á þátttökugjöldum um kr.  3.000.- Ekki er hægt að fá þennan styrk nema einu sinni í hverjum mánuði.   

Við rafræna skráningu barns í starf hjá íþrótta- og tómstundafélögum geta foreldrar valið að nýta styrkinn og draga hann frá þátttökugjöldum. Nánari upplýsingar er að finna í reglum um niðurgreiðslu þátttökugjalda:

Reglur um frístundastyrki

Niðurgreiðslur þátttökugjalda ná til félagasamtaka sem standa fyrir skipulögðu starfi/kennslu/þjálfun í minnst 10 vikur undir leiðsögn hæfra starfsmanna. Félag sem vill bjóða börnum upp á slíkt starf og tengjast niðurgreiðslum þarf að hafa samband við íþróttafulltrúa: geir@hafnarfjordur.is

sækja um frístundastyrk

Var efnið hjálplegt? Nei