Reykjanesbraut


Reykjanesbraut

Reykjanesbraut er stofnbraut í umsjá Vegagerðarinnar sem liggur frá gatnamótum Miklubrautar/Sæbrautar í Reykjavík að Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Reykjanesi í gegnum Hafnarfjörð. Vegurinn var fullgerður árið 1912 og lokið var við bundið slitlag árið 1965.

Reykjanesbraut er ein af aðalsamgönguæðum innan Hafnarfjarðarbæjar og er mikilvæg tenging höfuðborgarsvæðisins við Reykjanesið.

Helstu breytingar síðari tíma á Reykjanesbraut er að hún var færð upp fyrir kirkjugarð Hafnarfjarðar og staðfest var lega brautarinnar í Kaplakrika.  Þá var á árunum 2003-2008 Reykjanesbraut tvöfölduð frá sveitarfélagsmörkum við Garðabæ hjá Kaplakrika að tengingu við Kaldárselsveg.

Áætlað er að brautin verði tvöfölduð áfram vestur fyrir sveitarfélagamörkin með nýjum mislægum gatnamótum við Straumsvík og Krýsuvíkurveg. Um bráðabirgðalausn er að ræða með hringtorgi við Lækjargötu/ Lækjarberg. Þegar umferðarþungi krefst þess er áætlað að Reykjanesbraut öll verði 4 akreina stofnbraut með mislægum gatnamótum.

Varðandi tengingu gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar við byggð á Hvaleyrarholti, hefur verið unnin lausn á tengingu við Suðurbraut, sem tryggir umferðaröryggi í framhaldi framkvæmdanna.

Umferðargreiningar sýna að stórt hlutfall umferðar á Reykjanesbrautinni er umferð í og innan Hafnarfjarðar (70-80%), lítið hlutfall og minnkandi er vegna umferðar til og frá Reykjanesi þ.e. einfaldur gegnumakstur.

Deiliskipulag

Reykjanesbraut frá Áslandi að Hellnahrauni_25.03.2014
Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Áslandi_08.07.2004


Var efnið hjálplegt? Nei