Höfnin


Höfnin

Hafnarfirði hafa frá ómunatíð verið með bestu hafnarskilyrðum í landinu, enda er Hafnarfjarðar getið í Landnámu fyrir góð hafnarskilyrði.

Höfnin hefur byggst upp í fjórum stórum áföngum:
Norðurhöfnin á árunum 1913 til um 1980.
Fyrri hluti Suðurhafnarinnar og Flensborgarhöfn á árunum 1970 til 1993.
Straumsvík á árunum 1966 til 1997.
Seinni hluti Suðurhafnarinnar, Hvaleyrarhafnarsvæðið, á árunum 1996 til 2008.

Hafnarstarfsemi er nú aflögð á Norðurhöfninni og öll flutt í Suðurhöfnina. Þar eru vöruflutningar, aflalöndun, viðgerðir og þjónusta. Í höfninni eru meðal annars flotkvíar, frystiklefar, þurrgeymslur, bátasmíði, veiðarfæragerð ásamt annarri fjölbreyttri þjónustu við útgerðir, skip og báta

Deiliskipulag

Höfnin uppfærður uppdráttur 09/2015

Deiliskipulagsbreytingar

Óseyrarbraut 22, 22B og 22C 20/03/2015
Suðurhöfn, bátaskýli 24/07/13


Var efnið hjálplegt? Nei