Ásland


Ásland

Fyrstu áfangar Áslandshverfis, áfangar 1 og 2, voru byggðir á árunum 1999-2002, en skipulag fyrir 3. áfanga í austurhlíð Ásfjallsins var samþykkt 2007.

Markmiðið með skipulaginu er að nýta landslag hverfisins til að skapa aðlaðandi byggð með áherslu á vandað bæjarskipulag og góða byggingarlist, sem nýtir útsýni og góð tengsl við útivistarsvæði, þjónustu og samgöngukerfi. 

Í Áslandi búa í dag 2.669 manns.  308 börn eru leikskólaaldri og 516 á grunnskólaaldri.  Í hverfinu eru tveir leikskólar, Tjarnarás og Stekkjarás og einn grunnskóli, Áslandsskóli.

Stutt í er ósnortna náttúruna, Ásfjallið og Ástjörnina. Hvaleyravatn og Helgarfell eru líka í næsta nágrenni.

Deiliskipulag

Ásland 1
Ásland 1 skilmálar
Ásland 2
Ásland 2 skilmálar
Ásland 3
Ásland 3 skilmálar

Deiliskipulagsbreytingar

Ásland 3, snúningshaus fyrir biðskýli 08/10/2012


Var efnið hjálplegt? Nei