Vesturbær - verndarsvæði í byggð


Vesturbær - verndarsvæði í byggð

Endurskoðun á deiliskipulagi Vesturbæjar

Í Vesturbænum eru nú þegar fjöldi húsa sem falla undir lög um menningarminjar

Hugmyndavinna er snýr að deiliskipulagi Vesturbæjar hefur verið í kynningu til íbúa í upphafi árs 2020.  Þegar nýtt eða endurskoðað deiliskipulag er unnið fer annars vegar fram húsakönnun og hins vegar fornleifaskoðun, sem Minjastofnun síðan samþykkir. Byggðasafn Hafnarfjarðar og Gláma·Kím arkitektar hafa unnið að húsakönnun fyrir Vesturbæinn þar sem öll hús innan skipulagssvæðisins eru skráð. Húsakönnunin verður gerð aðgengileg fyrir íbúa þegar þar að kemur en verið er að leggja lokahönd á þá vinnu.

Skýrsla frá Fornleifastofu

Efni frá kynningarfundum

Þegar hafa verið haldnir nokkrir kynningarfundir um endurskoðun á deiliskipulagi:

GVesturbaerinnKort

Kort af Vesturbænum

GKynningVesturbaer

Úr kynningunni um Vesturbæ sem verndarsvæði

Skipulagsvinnan hófst árið 2016, sem gengur út á endurskoðun deiliskipulags Vesturbæjar. Stefnt er að því að hluti innan skipulagssvæðisins verði að Verndarsvæði í byggð í samræmi við lög nr 87/2015. Markmið verndarsvæðisins er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi. Í samræmi við lög um verndarsvæði, sem tóku gildi 2015, verðum við sem sveitarfélag að finna stað sem við ætlum að horfa til að verði verndarsvæði í byggð. Þá fannst okkur tilvalið að velja Vesturbæinn því hann er einstakur á landsvísu.

Friðun húsa hefur góð áhrif á söluverðmæti

Með verndarsvæði í byggð er verið að búa til nokkurs konar uppskrift og fólk geti leitað sér upplýsinga og skoðað leiðbeiningarit þannig að hægt sé að fara réttu leiðina í að breyta og bæta. Það er sama hvort hús er byggt 1880 eða 2000, það þarf alltaf að fá leyfi til að breyta húsum. Í Vesturbænum eru nú þegar fjöldi húsa sem falla undir lög um menningarminjar.

GByggingararHusa

Byggingarár húsa í Vesturbæ

Hús byggð 1925 og fyrr eru umsagnarskyld. Minjastofnun Íslands veitir umsögn sem er leiðbeinandi. Hús sem hafa náð 100 ára aldri eru friðuð og ekki er heimilt að samþykkja breytingar á þeim nema með samþykki MÍ. Síðan eru það friðlýstu húsin, en öll hús sem voru friðuð fyrir gildistöku nýrra laga árið 2013 falla í þennan flokk. Hús eru friðlýst með undirskrift ráðherra að undangenginni tilheyrandi forvinnu. Friðlýst hús eru óháð aldri en hafa e.t.v. sögulegt gildi eða teljast hátt skrifuð út frá byggingarlist. Friðun húsa hafi oft verið mistúlkuð sem eitthvað slæmt en í raun setji friðun húsa þau á ákveðinn stall. Þar sem slíkum húsum er vel við haldið hefur það haft áhrif á jafnvel söluverð annarra eigna í sömu götu. Um það eru til ýmsar skýrslur erlendis frá sem sýna fram á gildi byggingararfsins. (Realdania; værdien af bygningsarven mars 2015).

Töluvert er um að fólk vilji breyta húsum á þessu svæði, t.d. stækka pínulítil timburhús þegar nútíma-heimilistæki komast ekki inn í rýmin. Það er líka húsvernd að koma slíku í farveg þar sem húsvernd getur líka falist í því að húsin eru í notkun, gegna ákveðnu hlutverki. Við endurskoðun deiliskipulags þarf m.a. að skoða þessa þætti, hvar sé mögulegt að byggja við og með hvaða hætti. Síðan þarf deiliskipulagið og Verndarsvæði í byggð að haldast í hendur.

GVelstadidAdVerki

Hér hefur verið vel að verki staðið


Var efnið hjálplegt? Nei