• Strandgata30NyAsynd_5

Strandgata 26-30

Þétting byggðar | Fjöldi íbúða um 30 | Fjöldi íbúa um 75

Deiliskipulag hefur verið samþykkt  

  • Þétting byggðar 
  • Áætlaður fjöldi íbúða: 30
  • Áætlaður fjöldi íbúa: 75
  • Staða: Deiliskipulag hefur verið samþykkt 
  • Sérstaða: Græn svæði og hönnun sem auðga líf og anda miðbæjarins og ýta enn frekar undir sérstöðu sveitarfélagsins. Tækifæri fyrir fjölbreytta verslun og þjónustu, samveru, skemmtun og sköpun

Framkvæmdir hefjast haustið 2022

Framkvæmdir við uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar, nánar tiltekið á byggingarreit sem afmarkast af Strandgötu 26-30, hefjast á haustmánuðum 2022. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir taki í það minnsta tvö ár og mun uppbyggingu fylgja töluvert rask og truflun fyrir íbúa og umferð á svæðinu.

Helstu tölulegar upplýsingar

  • Samtals lóðarstærð: 1.881,4m2
  • Hámarksbyggingarmagn: 7.045 m2
  • Hámarks nýtingarhlutfall án bílageymslu: 3,74
  • Hámarks nýtingarhlutfall með bílageymslu: 4,74
  • Hámarkshæð: 28m

Uppbygging í hjarta Hafnarfjarðar

Hugmyndir að metnaðarfullri uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar voru kynntar á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í júní 2021. Fyrri áform um uppbyggingu á 100 herbergja hóteli að Strandgötu 26-30 í Hafnarfirði hafa þróast í spennandi áform um matvöruverslun og þjónustu á jarðhæð, nýtt nútíma bókasafn og margmiðlunarsetur, almenningsgarð á 2. hæð og hótelíbúðir í smáhýsum sem liggja við Strandgötuna. Ljóst er að nýtt kennileiti í hjarta Hafnarfjarðar er við það að rísa sem byggir á hönnun og skipulagi sem mun efla og auðga líf og anda miðbæjarins.

Sjá lið 6 í fundargerð bæjarráðs

Strandgata30NyAsyndNýjar hugmyndir að uppbyggingu - séð úr lofti

Strandgata30NyAsynd_5Nýjar hugmyndir að uppbyggingu - horft frá Strandgötu til suðurs

Græn svæði og hönnun sem ýtir undir lifandi miðbæ

Verkefnið er leitt af félaginu 220 Miðbær ehf sem er eigandi byggingarreitsins. Með breyttum áformum er verið að svara ákalli íbúa, Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækja á svæðinu um matvöruverslun í miðbæinn, græn svæði og hönnun sem ýtir undir lifandi miðbæ.  Sérstaklega er horft til þess að tryggja góða blöndu verslunar, þjónustu og íbúða. Eldra skipulag heimilaði 6400 m2 nýbyggingu á 5 hæða hóteli með verslun og þjónustu á jarðhæð og 2ja hæða tengibyggingu milli hótels og verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar. Nýtt skipulag gerir ráð fyrir að byggingarmassi verði færður inn að Fjarðargötu 13-15 og hús sem skapa götumynd Strandgötu verði lækkuð úr 5 hæðum niður í 1-3 hæðir með inndregna 4. hæð. Til að viðhalda fjölbreytni götumyndar verða efstu hæðir byggingar stallaðar og inndregnar. Hámarksbyggingarmagn er 7.045 m2. Heimilt er að byggja hæst 8 hæðir ásamt kjallara. Gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi á 1. hæð hússins tengt Fjarðargötu 13-15 en hótelíbúðum, íbúðarhúsnæði blandað skrifstofum og þjónustu á 2. - 8. hæð.  Allt að 30 nýjaríbúðir af ýmsum stærðum og gerðum. Bílakjallari, geymslur og sorpgeymslur eru heimilar undir húsinu. Ofan á þaki 1. hæðar nýbyggingar er gert ráð fyrir þakgarði, aðgengilegum almenningi með inngöngum í þjónusturými og íbúðarhúsnæði. 


Var efnið hjálplegt? Nei